Blessaðir
Rauðbrúni Challengerinn á mynd nr. 2407 og 2362 var í minni eigu þegar þessar myndir voru teknar. Mynd nr. 214 er sennilega af honum einnig, en tekin einhverjum árum síðar. Fastanúmerið á þessum bíl var AI-800 og þegar ég átti hann var hann með G-4402. Þessi bíll var árg. 70 en skráður árg. 71. Ef ég man rétt þá kom hann nýr í gegnum umboðið en var eftirársbíll og ekki nýskráður fyrr en 1971. Það sem var öðruvísi við þennan bíl að hann var með rafmagns rúðuupphalara og sjálfskiptur í stýri. Orginal var í honum 383. Ég er 16 ára þegar ég eignast hann 1977. Þá hafði hann oltið á Breiðholstbrautinni, það var búið að rífa hann og selja flest úr honum. Búið var að setja upphalarana og hurðaspjöldin í Hemi-inn, (sem ég fékk til baka frá Kjartani), 440 magnum vél fékk ég hjá Viggó sem átti RT-inn, afturhásinguna úr Hemi-inum (undir hann var sett dana 60). Six-pakið kom síðar, edelbrock og Holley. Ekki má gleyma Shaker húddinu en það var orginal á Hemi-num. Ég kaupi undir bílinn Fenton felgur og Kelly dekk. Það tók 19 mánuði að gera bílinn upp. Einnig má minnast á það, þar sem menn eru að velta þessum bílum fyrir sér, að liturinn á Heminum og R/T bílnum voru meira út í brúnt. Þessi var rauðbrúnn. Ég læt nokkrar myndir fylgja. Veit einhver hvar þessi bíll er í dag?
kveðja
Guðmundur Örn Guðmundsson
Sæll Guðmundur,
Takk fyrir þetta innlegg þitt, varpaði miklu ljósi á þessar vangaveltur!
Meðfylgjadi er eigenda- og númeraferill AI-800:
Eigendaferill12.12.1986 Guðmundur Bragi Jóhannsson Bergvegur 20
20.10.1985 Einar Geirtryggur Skúlason Fífusel 35
24.05.1985 Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir Álagrandi 23
29.08.1983 Ásmundur Kristinn Ásmundsson Goðheimar 8
17.10.1977 Guðmundur Örn Guðmundsson Fagraberg 16
14.11.1977 Ólafur Friðbjörn Ólafsson Hæðarbyggð 10
SkráningarferillDags. Skráning
10.04.1990 Afskráð -
01.01.1900 Nýskráð - Almenn
Númeraferill12.01.1987 G9282 Gamlar plötur
19.11.1985 R14623 Gamlar plötur
30.05.1985 R62327 Gamlar plötur
14.09.1983 R7901 Gamlar plötur
27.07.1979 G4402 Gamlar plötur
25.11.1976 R51532 Gamlar plötur
kv. Maggi (sá sem hringdi í þig út af Mustang sýningunni um daginn!)
Gaman að þessu,
Moli...Veist þú meira um sögu TvíburaChallans ?
Sæll Kiddi, ekkert meira en það sem hefur komið fram hér.
Tvíbura Challinn var orginal með frekar fáa aukahluti:hvíta innréttingu,hvítan vinil topp,fc7 plum cracy litur(aukahlutur sem kostaði 15$ árið 1970),318 ssk,stokk á milli sæta með slap stick skifti,power stýri,ákeirslupúða á fram stuðara og enga rúðuupphalara fyrir afturrúðurnar.Hann var ekki með power bremsur og var með skálar allan hringinn.Ég heyrði á sínum tíma að firsti eigandinn að honum hér á landi hafi verið smiður í Rvk. og dóttir hans hafi rúntað mikið um á honum þegar hún fékk bílpróf og að liturinn hafi þótt mjög púkalegur.
Sæll Jón,
Átt þú engar myndir af honum eins og hann var þegar þú áttir hann? Blár m/svartan vinyl? Geturðu ekki skellt þeim á netið?