Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Sandspyrna á Hellu ?
1965 Chevy II:
Ég var að frétta að Jón Bjarni er á leið austur aftur að mæla lengd brautarinnar og athuga stöðu mála hjá þeim.
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Samkvæmt þeim fréttum sem við erum með núna þá er brautin 16m breið og 220m á lengd.
En á eftir í kringum 10 þá á ég að fá að vita betur hvernig þetta er.
Mér er sagt að t.d. 7m langur dragster eigi að geta keyrt ofan í gryfjuna öðru meginn en það myndi þíða að fyrir stærstu bílana þá þyrftu þeir að keyra brautina til baka og upp aftur þar sem þeir komu niður
Aðrir gætu keyrt upp úr gryfjunni við endann á brautinni.
Ég er að græja loftmynd af þessu og pósta henni hingað
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Það er hægt að skoða þetta á kortinu á ja.is
gps Hnit: 63° 49,903'N, 20° 19,847'W
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Hér er svo mynd af svæðinu
það er startað þarna uppi og keyrt niður .. svo kemur bremsukaflinn og sveigjan til hægri eftir það
Fyrir alla aðra en dragstera og stóru bílana þá væri hægt að keyra upp úr gryfjunni eftir brautina en hinir myndu snúa við og keyra upp þeim meginn
Ég er að bíða eftir að heyra hvort það sé búið að minnka hallann á aðkomunni niður í gryfjuna og hvort það hafi eitthvað verið breikkað því sá slóði var bara í kringum 2,5m og mjög brattur þannig að það hefði verið erfitt að keyra þar upp á dragga t.d.
kv
Guðmundur Þór
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Eftir nýjustu fregnir af brautinni þá hefur verið ákveðið að keyra alla flokkana, en engu að síður þá þurfa allir að vita af þessum aðstæðum sem að við erum búnir að vera að tala um
Það er doldið bratt þarna niður en það verður hægt að aðstoða við að komast upp aftur ef svo ber undir.
Einnig þá lýtur út fyrir að beini kaflinn á brautinni verði 220-230m sem gefur þá 130-140m í beinann bremsukafla eftir það þá sveigir brautin til hægri.
Það er verið að vinna í brautinni enþá þannig að þetta vonandi bætist jafnvel eitthvað meira fyrir keppnina en þið vitið af þessu allavega
kv
Guðmundur Þór
ps það er hægt að ná í mig í 8421903 ef þið viljið spurja mig að einhverju
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version