Author Topic: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður  (Read 5766 times)

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« on: March 19, 2010, 09:35:58 »
er með einn veikan og ljótann 10 bollta sem er að fara í sandblástur og smá lýtaaðgerð,

planið var að láta sandblása og pólýhúða svo, en svo er maður búinn að vera fá mismunandi álit, sumir segja pólýhúðun það eina sem dugir svona undir bílnum, meðan aðrir segja að það séu nokkrir vankantar á að pólíhúða þær. þ.a.m að maður þurfi að pússa hana úr legusætunum, og undan lokinu og flr, auk .þess sem að stundum hafi hún byrjað að flagna ef raki kemst undir hana, og þá ekki hægt að bletta

og svo er spurning, þolir hásingin m/involsi hitann í húðuninni? þetta eru 200° held ég
ívar markússon
www.camaro.is

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #1 on: March 19, 2010, 10:01:27 »
Þolir bókað hitann sko.

Ég mundi láta pólýhúða svona fyrir mig ef ég væri að standa í þessu.

Þarft bara að láta þá teipa yfir pakkningarflötinn og í legu sætin, þeir eiga að eiga sérstakt límband sem þolir hitann, einnig eiga þeir að eiga silicon tappa til að setja í göt, þarf bara að biðja um að þeir noti þá
Agnar Áskelsson
6969468

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #2 on: March 19, 2010, 12:27:54 »
er þá ekki jafnvel málið að fara bara með hana heila og óopnaða bara ?
ívar markússon
www.camaro.is

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #3 on: March 19, 2010, 13:59:56 »
Ef þeir eru til í að taka við henni þannig.

Öndunin verður bara að vera opin á kögglinum og olíulaus.

En þá færðu líka húð á öxulendana og felguboltana

Ég mundi bara leggja vinnu í að græja hana tóma, gera þetta rétt og gera það bara einu sinni
Agnar Áskelsson
6969468

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #4 on: March 19, 2010, 14:57:44 »
það var planið, það er bara óþarflega mikil vinna að rífa þetta svona mikið og þurfa stilla allt inn aftur fyrir lit,
ívar markússon
www.camaro.is

Offline co-caine

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 115
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #5 on: March 19, 2010, 19:44:30 »
lét polyhuða gjarðir og huba af krossara  með legum og pakkdósum.. ekkert mál
Páll I Pálsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #6 on: March 19, 2010, 20:39:09 »
Hringdu og fáðu info um það hvernig þú getur hulið öxulendana sjálfur og hvort þú megir ekki bara mæta með hana samsetta
Agnar Áskelsson
6969468

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #7 on: March 19, 2010, 20:49:09 »
ég hugsaði mikið um þetta þegar ég tók mína í gegn, og var nú búinn að finna einhvern einn sem átti nógu stóran ofn til að taka hana... En ég endaði með því bara að láta blása hana og pensla hana svo með þykku vélalakki úr Húsasmiðjunni og það kom bara mjög vel út



Svo er t.d. þar sem baulurnar koma yfir rörið fyrir ballance stönguna, þar er mjög líklegt að polyhúðin mundi springa undan henni,
« Last Edit: March 19, 2010, 20:53:23 by einarak »
Einar Kristjánsson

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #8 on: March 19, 2010, 23:05:06 »
Strákar það er toppurinn að polyhúða - duftmálun sem er duft sem sett er á með hjálp rafmagns og síðan hitað - eða eins og það heitir á fagmáli POWDER COATING. Menn eru alltaf að rugla saman plýester húðun sem er vínylhúðun eru allir hættir nota svoleiðis ( munið gömlu grjótgrindurnar og gömlu beislin ) Það flottasta sem hægt er að gera er Powder coating - solid og fanta sterkt og þetta að raki komist undir er ekki möguleiki. Þetta er málningar system sem er sterkari en andskotinn.

Talið við Grétar eða Guðna - Hagstál ehf - Hafnarfirði - simi 5651944 þangað fara þeir sem vilja vandað og á sanngjörnu verði.

Harry Þór.
« Last Edit: March 19, 2010, 23:07:02 by Harry »
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #9 on: March 20, 2010, 12:11:24 »
Ég var MJÖG sáttur með þá í Hagstáli, mæli líka hiklaust með þeim
Agnar Áskelsson
6969468

Offline 954

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 120
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #10 on: March 20, 2010, 23:54:35 »
Ég bara verð að blanda mér í þessa umræðu, enda mikill áhugamaður um Polyhúðun. Hef látið húða hina ýmsu ökutækjahluti, ma bifhjólafelgur, grindur, mótorhluti, bílgrind, klafa, innribretti, framstykki osfrv. Bæði hjá Hagstáli og Pólýhðun í Kópavogi. Vinnubrögðin og gæði húðununnar eru MJÖG mismunandi hjá þessum aðilum og stendur Pólýhúðun það mikið min framar í alla staði, bæði á gæðum og frágangi. Það sem hamlar Hagstáli er fyrst og fremst óþrif þeas ryk í húðuninni og ef er ryk í henni þá kemst raki inn og hún er mun líklegri/ mun skemmast og endingin verður ekki sú sama. Auk þess þá er einhver munur á efnum hjá þessum aðilum, óhreinindi (bremsusót, tjara oþh) vill mikið frekar festast á hluti frá Hagstáli.
Að fenginn reynslu minni þá get ég engan vegin mælt með Hagstáli.
Kveðja
Ási J
Ási J
Camaro 80 í vinnslu

Offline Ingvi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 60
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #11 on: March 21, 2010, 13:10:06 »
Ég lét pólýhúða 12 bolta hásingu, tók allt úr henni og teipaði yfir öxlastútana og setti tusku í pinjon sætið en hafði bara lokið aftan á henni.

Offline Tiundin

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 211
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #12 on: March 21, 2010, 13:21:15 »
En hvað með þá í duft?
duft.is
Pontiac
Cadillac


Andri Yngvason S:6975067

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Re: pólýhúðun/málun á hásingu, vantar smá umræður
« Reply #13 on: March 21, 2010, 20:32:28 »
Svo er líka pólýhúðun á Akureyri
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia