Author Topic: Vesen með 351w. Kokar undir álagi  (Read 3022 times)

Offline OddurB

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 39
    • View Profile
Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« on: March 17, 2010, 19:09:42 »
Sælir !

Er í smá veseni með 351w vél sem er einhvernstaðar á bilinu 1974 - 1980. Þessi vél er ofaní  bronco 1976. Það er 4 gíra beinskiptur kassi í honum. Bíllinn hefur alltaf rokið í gang og gengið mjög eðlilega, það er 2 hólfa blöndungur á vélinni og duraspark II kveikjukerfi. Bíllinn er hreyfður 2 í viku.

Vandamálið er það að ég var að keyra einn daginn og eftir 5 min akstur  byrjaði vélin að koka og svo drapst bara á henni. Ég reyndi og reyndi að starta en ekkert gerðist.
Ég byrjaði á því að athuga neistann, mældi viðnámið á innra og ytra vafi og það var engin skekkja á þeim tölum miðað við uppgefnar tölur frá motorcraft.
Athugaði þræði, þeir voru allir í lagi. Svo athugaði ég neistann út úr kertinu og hann var góður. Ég ákvað að prufa að starta aftur og skyndilega fór bíllinn í gang...
Ég keyrði þá smá um á honum þangað til að sama vandamál kom upp aftur, bíllinn kokaði og drap á sér. Gekk ekkert að starta honum, náði svo að starta honum og keyra á ganginum en við minnstu inngjöf drap hann á sér.Þá grunaði mig blöndunginn, svo ég tók hann af og opnaði hann og blés í gegnum öll göt með lofti og þreif hann með WD40. Setti hann svo aftur saman, en pakkningin á milliheddinu þar sem blöndungurinn situr á var smá rifin, svo ég setti Indian head gasket á milli. En ekkert breyttist.

Þá tók ég eftir því að það var nánast ekkert bensín í bensínsíunni. þá aftengdi ég hana og ekkert bensín kom út. Þá aftengdi ég slönguna sem kemur frá tanki að dælu og blés gegnum hana og hún var ekki stífluð. Þá tók ég dæluna af og hún var alveg hand ónýt gormur sem hékk útúr henni .
Ég skipti um hana og bensín sían fylltist á ný. Og bíllinn gékk fínt, gat gefið honum hressilega og allt með feldu. Svo ég ákvað að taka smá hring og þegar að ég var kominn í 4 gír með fulla gjöf byrjaði vélin að koka en drap ekki á sér, ég skipti í hlutlausan og allt í lagi, gat gefið honum fulla gjöf og hljómaði fínt.

Hvað getur Þetta verið..... Afhverju kokar vélin svona undir álagi.


Kv: Oddur
8938643
« Last Edit: March 17, 2010, 19:13:30 by OddurB »

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #1 on: March 17, 2010, 21:33:53 »
Háspennukeflið, þau vilja láta svona þegar þau hitna.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline OddurB

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 39
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #2 on: March 17, 2010, 21:55:48 »
Háspennukeflið, þau vilja láta svona þegar þau hitna.

En ég mældi viðnámið í for og eftirvafinu, hefur það kannski ekkert að segja þegar að það hitnar mikið..... ?

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #3 on: March 18, 2010, 00:05:03 »
Ef hann er að láta svona eftir ca.5-15 sec á gjöf myndi mig gruna bensíndæluna,settirðu nýja eða notaða dælu í hann?
Athugaðu þrýstinginn á bensíni allavega.
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Offline OddurB

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 39
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #4 on: April 04, 2010, 17:58:01 »
Ef hann er að láta svona eftir ca.5-15 sec á gjöf myndi mig gruna bensíndæluna,settirðu nýja eða notaða dælu í hann?
Athugaðu þrýstinginn á bensíni allavega.

Setti notaða og mig grunar að það gæti verið vandamálið, fór í benna og keypti nýja og öflugri, er búinn að setja hana í, á bara eftir að tengja rörin í hana, það eru gengjur á bæði IN og OUT á þesari en var bara á OUT á hinni, fattaði það í gær og allt lokað auðvitað. En ég læt ykkur vita hvernig fer.

Kv: Oddur

Offline baldurarnar

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 10
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #5 on: April 04, 2010, 21:07:03 »
ekki skrítið þetta er ford, rífðu draslið úr og settu chevy í staðinn kveðja Birgir.

Offline KiddiÓlafs

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 303
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #6 on: April 04, 2010, 22:37:04 »
ekki skrítið þetta er ford, rífðu draslið úr og settu chevy í staðinn kveðja Birgir.

haha, það hlaut að koma  :D
Kristfinnur ólafsson

Offline OddurB

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 39
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #7 on: April 05, 2010, 21:38:43 »
ekki skrítið þetta er ford, rífðu draslið úr og settu chevy í staðinn kveðja Birgir.

Baldur, ertu farinn að kvitta sem Birgir..... Og B.T.W þá er ekkert að vélinni, bara helvítis bensíndælunni og það er sama hvort það er 350 sbc eða 351w það er sami framleiðandinn á pumpunni "CARTER" ! Og þetta komandi frá manni sem ekur um á kóreyskum...... Balli minn ekki þessa öfund, þú ert betri maður en svo ! Keyptu þennan willys sem ég benti ykkur á og þá geturu farið að brúka munn. Annars ertu ágætur....

Jæja ég skipti um bensíndælu og málið leystist, allavegana þá keyrðiég um í enhvern hálftíma og gaf honum vel.
Ég þakka alla aðstoð.

Kv: Oddur

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Vesen með 351w. Kokar undir álagi
« Reply #8 on: April 06, 2010, 09:21:38 »
Fínt að heyra að þetta sé komið í lag \:D/
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P