Author Topic: Könnun: Með rísandi sól.  (Read 2317 times)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Könnun: Með rísandi sól.
« on: March 13, 2010, 10:38:15 »
Kynningarefni fyrir:
Meistaraverkefni í verkefnastjórnun
Háskóli Íslands vor 2010
Meistaranemi: Þórdís Rafnsdóttir
Leiðbeinandi: Runólfur S. Steinþórsson prófessor

Á næstunni mun meistaranemi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskóla
Íslands vinna meistaraverkefni sitt.        Viðfangsefnið er hinn íslenski
bifhjólavettvangur ­ kortlagning vettvangs og hönnun skipulagslíkans sem
endurspeglar hagsmuni, gildi og framtíðarsýn hins íslenska bifhjólamanns.
Hverjir, hvar og hvernig eru íslenskir bifhjólamenn? Hverjir eru hagsmunir
þeirra, gildi og framtíðarsýn? Hvernig sér íslenskt bifhjólafólk vettvanginn
þróast til framtíðar?
Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað í vor þegar verkefninu
lýkur. Könnun meðal bifhjólafólks mun fara í gang á næstu vikum. Til að
niðustaðan verði    marktæk er mikilvægt að allir þeir sem veljast í úrtak
svari könnuninni. Niðurstaðan hefur upplýsinga- og þekkingarlegt gildi fyrir
alla þátttakendur á hinum íslenska bifhjólavettvangi og verður til afnota
fyrir þá sem vilja.
Munt þú leggja þitt af mörkum til að verðmætar upplýsingar og þekking líti
dagsins ljós?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.