Ég keypti Shelby GT500 árið 2006 svona óvart og til að láta gamlan draum ræstast. Ætlaði að geyma hann vel og vandlega í bílskúrnum og keyra hann á góðviðrisdögum. En eftir að hafa komið upp á Kvartmílubraut í ágúst 2008 með Mustang félögum var ekki aftur snúið .... síðan þá hef ég keyrt hann fleiri km á brautinni en á götunni.
Ég gekk í klúbbinn vorið 2008 og er búinn að greiða árgjaldið fyrir árið 2010
Hef mjög gaman að koma á brautina og keyra

- og á vonandi eftir að vera mikið á brautinni í sumar!
Nenni ekki að taka þátt í því að rífast við náungann hér á spjallinu - nota það svona eins og mér hentar hverju sinni!
Les þá þræði sem mér finnast áhugaverðir og tjái mig sjaldan.