Author Topic: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK  (Read 8186 times)

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« on: March 04, 2010, 20:30:06 »
Sælir

Ég er að velta fyrir mér hve margir af þeim sem pósta hérna reglulega séu í raun meðlimir í klúbbnum.

Þar sem lokunin mun ekki ná til núverandi meðlima og meðlima seinasta árs þá datt mér í hug að við mundum setja okkur á blað, það þarf víst til að fá að vera inni eftir lokun og þar sem það er búið að loka þræðinum þar sem við áttum að "skrá" okkur með fullu nafni þá gætum við gert það hér.

Svo eingöngu meðlimir áranna 2009 og  2010 svara hér !

Agnar Áskelsson
meðlimur 2003-2009


Það stendur auðvitað til að skrá sig í sumar og vera með  :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #1 on: March 04, 2010, 20:39:37 »
spjallið fra September 26, 2006
KK
2008-2009-2010 og ferð 100% líka 2011
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #2 on: March 04, 2010, 22:20:20 »
Man ekki hvenær ég skráði mig í KK, líklegast í kringum 2000 (+/- 2 ár).  Hef ekki verið félagi öll árin síðan þá en líklegast flest.  Greiddur 2009, ekki búinn að greiða 2010.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #3 on: March 04, 2010, 22:26:55 »
Greiddur frá 2003-2009  Ekki viss hvort ég vilji greiða 2010 eftir þessa ákvörðun stjórnar.
Þórður Ingvarsson
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #4 on: March 04, 2010, 22:39:27 »
Sælir félagar. :)

Hef greitt félgasgjöld í KK frá 1980-2010, þó svo að það eitt kom spjallinu ekki við!

Hins vegar er ég ekki sammála þessum gjörningi sem á að byrja 1. Apríl.


Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #5 on: March 04, 2010, 23:50:14 »
sælir

Ég hef verið hér á spjallinu frá 2007 og það var spjallið sem fékk mig til þess að mæta upp á braut. Ég sá þar að menn óskuðu eftir starfsfólki og ég mætti bara og hef verið að hjálpa til síðan.
Ég hef verið í starfsliðinu uppá braut 2007(smá), 2008 og 2009.
Ég hef verið greiddur meðlimur 2008 og 2009 og mun borga gjöldin í ár líka.

kv Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #6 on: March 05, 2010, 00:07:52 »
Sælir,
Ég hef verið hér eins og æxli frá fyrsta degi nánast og borgað félagsgjöld síðan 1997 eða 98'
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #7 on: March 05, 2010, 02:02:07 »
Greiddur 1994-2009..sjáum til með rest
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline AlexanderH

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
  • Don't Fuck With Another Man's Vehicle!
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #8 on: March 05, 2010, 07:04:52 »
Mun greiða mitt fyrsta ár núna 2010.
Það var spjallið sem kveikti minn áhuga á kvartmílu almennilega(hann var einhver fyrir en eftir að hafa verið hér og spjallað margfaldaðist áhuginn)
og mun ég mæta uppá braut í sumar á nokkrar æfingar og King of the Street keppnina.
Ég er þó algjörlega á móti þessari ákvörðun stjórnarinnar um að meina almenningi aðgang að spjallinu nema þeir séu í KK.
Kv, Alexander Harrason

Chevrolet Malibu 1979
Chevrolet Van G30 1983

Offline stebbsi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #9 on: March 05, 2010, 09:57:40 »
Ég verð að vera sammála honum Alexander uppá orð nánast. Ég skráði mig á kvartmíluspjallið með þeim tilgangi að spyrjast fyrir um bíl sem var auglýstur hér og í kjölfarið hef ég skoðað spjallið daglega síðan. Nú hef ég verið inná spjallinu samtals 13 daga, 18 tíma og 45 mínútur frá því ég skráði mig hér árið 2008 og hef lært heilan helling hér inná frá mjög hjálpsömum og skemmtilegum mönnum. Ég ætla að borga félagsgjöldin 2010 og mæta uppá braut en mér finnst klúbburinn hálfpartinn ekki eiga það skilið vegna þess að þeir eru að eiðileggja fyrir sjálfum sér að koma inn nýliðum. Ég og Alexander erum dæmi um að spjallið kom okkur í þetta og ég veit um fleiri.
Stefán Ingi Ingvason

1969 Dodge Dart GT

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #10 on: March 05, 2010, 10:06:55 »
Sælir,

Stebbi og Alexander,við þökkum ykkur fyrir að ganga í Kvartmíluklúbbinn og einmitt af þessum ástæðum sem þið nefnið hefur verið ákveðið að
fara aðeins öðruvísi í fyrirhugaðar breytingar en þær verða tilkynntar í dag.
 :)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #11 on: March 05, 2010, 10:16:59 »
Er búinn að vera viðloðandi KK frá upphafi og frá þeim tíma þegar engar heimilstölvur voru til hér á landi. Já að hugsa sér engar tölvur, einhvern vegin var það ekki svo slæmt eftir á að hyggja  :-k

Sennilega kallaður risaeðla af ungum mönnum í dag  :wink:

kv.
Ari Jóhannsson
« Last Edit: March 05, 2010, 10:19:44 by 69Camaro »
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline bluetrash

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 501
  • .........AND ON THE 8TH DAY GOD CREATED RED NECK'S
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #12 on: March 05, 2010, 10:22:54 »
Hef verið virkur meðlimur spjallsins síðan 07-03-2008. Hefur komið sér vel við uppgerð á Camaro og smíði hans. Ætla að skrá mig í klúbbinn nú í ár og borga félagsgjöld þar sem ég ætlaði að fara að byrja að mæta á honum á brautina og hafa gaman. Og það er sama upp á teningnum hjá mér og þeim Alexander og Srebba. Áhuginn fyrir að mæta á brautinni vaknaði hér inná með spjalli og umræðum. Áður langaði mig bara að gera öflugan götubíl og pældi í raun ekkert í að keppa á braut.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #13 on: March 05, 2010, 12:17:25 »
Jæja þá eru komnir 12 manns sem verða á spjallinu fari svo að lokunin fari í gegn eins og áður var auglýst.

Það er ekki mikil von um að það verði líflegt spjall.

Verður gaman að sjá hverjar þessar breytingar eru sem þú talar um Frikki  :D

Endilega bætið ykkur við á þennann þráð ef þið eruð félagar frá því í fyrra eða meðlimir ársins 2010
Agnar Áskelsson
6969468

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #14 on: March 05, 2010, 16:05:19 »
hæ.
  það er nú búið að draga í land með þessa lokun að stórum hluta sem ég held að sé gæfuspor, til lukku með það.
 Þá er þetta opið fyrir gesti og gangandi, og opnað fyrir nýliðun í sportið aftur.
  En gjaldkeri kemur vafalaust með lista yfir gilda limi í félaginu.. einsog hefur verið undanfarin ár.
spurning hvort selja ætti "spjallkort" t.d. 1500 kr. fyrir "óinnlimaða"
   Þeir gætu þá fengið semifull réttindi, á allt nema kannski "harðagengið"
menn mundu senda gjalkeranum póst með kreditkortanr. og fá þá aðgang.
  Þá er þetta svona opið/lokað spjall.

bara hugmynd..
kv.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Sterling#15

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 237
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #15 on: March 05, 2010, 22:59:40 »
Gekk í klúbbinn 2009 og fékk tvöfalda rukkun þetta árið (14.000) og borgaði hana með glöðu geði.  Flott að það sé búðið að breyta þessu þannig að allir geti tjáð sig.  Mér finnst reyndar sumir vera dálítið öfgafullir og segjast ekki ætla að greyða út af lokun spjallsins.  Ég hélt að KK væri meira en bara spjallvefur?  Snýst þetta ekki um kvartmílu og er það ekki það sem við erum að greyða fyrir að vera í kvartmílklúbbnum? Spjallið er bara lítill hluti af þessu en reyndar mjög skemmtilegur og að mínu mati á hann að vera opinn en menn verða bara að vera spakir og vera ekki í einhverju skítkasti.  Tökum okkur frekar á í því og þá líður öllum dýrunum í skóginum vel.  Hættið að kvarta og höfum frekar gaman af þessu og fáum svo bara útrás á brautinni í sumar. :lol:
Mustang 1966
2006 Saleen #1116  1/4 mile 11.45 á 119 MPH
2008 Saleen Sterling #15  1/8@6.987 1/4@ 10.84 á 132 MPH, 60 ft 1,644
2005 Volvo XC90 V8
Hilmar Jacobsen

Offline ingvarp

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 633
  • There's no tomorrow!
    • View Profile
    • Flickr
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #16 on: March 05, 2010, 23:25:47 »
ég er nú ánægður með þennann milliveg hjá Stjórn klúbbsins :)

veit ekkert hvort ég skrái mig í klúbbinn eður ei, ég á ekki bíl til að keppa á en ég hef gaman af því að mynda þetta sport, spurning hvort maður græði ekki meira með því að vera skráður. Spurning hvað maður kemst líka mikið á keppnir, þarf að keyra eitthvað í kringum 300km til að komast á keppnina (heildarakstur fram og til baka) veit ekki hvað fjármagn leyfir, en ég er ánægður með stjórnina :)
« Last Edit: March 05, 2010, 23:28:05 by ingvarp »
Ingvar Pétur Þorsteinsson

www.flickr.com/photos/ingvarp

UNDERSTEER is when you hit the wall forwards.
OVERSTEER is when you hit the wall backwards.
HORSEPOWER is how fast you hit the wall.
TORQUE is how far the wall moves after you hit it.

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #17 on: March 06, 2010, 22:29:28 »
............og núna greiddur fyrir árið 2010, eftir ákvörðun stjórnar.

Þórður Ingvarsson
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #18 on: March 07, 2010, 15:09:03 »
Davíð Stefánsson greitt frá 2002 eða 2003-2010
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Spjall-Virkir skráðir meðlimir í KK
« Reply #19 on: March 07, 2010, 16:21:21 »
Kynntist fyrst klúbbnum hér á þessari síðu 2003.
Hef borgað félagsgjöld öll ár frá 2004.
Byrjaði í staffi þangað til Nóni plataði mig í að gefa kost á mér í stjórn sem ég sé ekki eftir.
Er að byrja 4 árið mitt í stjórn KK sem gjaldkeri.
Hef aðeins tekið þátt í einni keppni á Camaro 1993.
Ef guð og lukka lofa þá ætla ég að keppa í sumar á Pontiac Fiero 3800 supercharged.
Þetta er frábær félagsskapur sem maður kynnist ekki almennilega fyrr en maður mætir á félagsfundi á fimmtudögum.

KVARTMÍLUKLÚBBURINN Á 35 ÁRA AFMÆLI Á ÞESSU ÁRI.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged