Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Mustang umræða.
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Þá erum við komnir í enn eina Mustang umræðuna, sem mér finnst persónulega alls ekki svo slæmt. :mrgreen:
Ok Þá er best að byrja á því sem að þessar gömlu gráu muna eftir.
Þessi hérna er gamli "R68302" eins og Hilmar sagði hér að ofan:
Og hér er sami bíllinn mörgum árum fyrr:
Og hér:
Og hér á sýningu í Sýningahöllinni (nú Húsgaganahöllinni ofl...):
Hann fór til Portúgal að mig mynnir, allavega var eigandinn Portúgali, en ég reyndi einmitt að kaupa af honum bílinn til að ná í gírkassann úr honum sem að var 4. gíra Toploader "close ratio" sem sagt öflugasti beinskipti kassinn frá Ford.
En að sjálfsögðu vildi maðurinn ekki selja. :-(
Sá Svarti sem að kemur næst er hugsanlega bíllinn sem að er blár og krumpaður að framan á myndunum að neðan.
Ég gæti trúað því að þetta sé bíllinn sem að hann Egill Guðmundsson heitinn átti og var með 351W.
Um bílinn sem var á Þórshöfn veit ég ekkert um, en sá næsti í röðinni, þessi hérna:
Stóð í mörg ár Í Írabakka eða Kóngsbakka, þá er ég að tala um milli 1980-ca 1985.
Síðan fór einhver að falast eftir honum og þá fór eigandinn loksins að vinna í bílnum og setti hann á götunurnar, en bíllinn var hroðalega ryðgaður.
Það má vera að þetta sé bíllinn hans Einars "R-19968"???
Ég reyndar heyrði þá sögu að bíllinn væri ónýtur?
Hvað varðar þennan gráa, þá man ég eftir honum á rúntinum um 198?
Það var mikið af svörtum strípum á honum og svartir flekkir á húddinu.
Væri ekki ósennilegt að hann væri horfinn í dag.
Ég set meira inn þegar þessar gráu fá annað kast og fara í gang.
Kv.
Hálfdán. :roll:
Ramcharger:
Djö.... er hann reffilegur þarna á Ö númerinu 8-)
Moli:
--- Quote from: 429Cobra on March 11, 2010, 16:40:04 ---
Sá Svarti sem að kemur næst er hugsanlega bíllinn sem að er blár og krumpaður að framan á myndunum að neðan.
Ég gæti trúað því að þetta sé bíllinn sem að hann Egill Guðmundsson heitinn átti og var með 351W.
Kv.
Hálfdán. :roll:
--- End quote ---
Stemmir ekki, fór að skoða þetta betur í gærkvöldi og bíllinn sem Egill var á er '67 módel, á '67 bílnum eru engin ljós í afturbretti + og ristar fyrir aftan hurð í stað "skóps" :wink:
Þessi er '68 árg, ljós í afturbretti og "skóp" fyrir aftan hurð. :-k
Leon:
Maggi ég held að þetta sé minn gamli.
Moli:
--- Quote from: Leon on March 11, 2010, 19:30:03 ---Maggi ég held að þetta sé minn gamli.
--- End quote ---
Jújú, það gæti líka allt eins verið þar sem þinn var í þessum litum um tíma, þetta er þá bara spurning með húddið. :-k
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version