Author Topic: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar  (Read 10360 times)

Offline vidar540

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #20 on: March 04, 2010, 00:34:22 »
Það væri gaman að fá smá tölfræði í dæmið.

 ( Forum Stats
  141.899 Posts in 36.249 Topics by 6.934 Members. )  Þetta stendur neðst á aðalsíðuni og væri líklega soldið öðruvísi ef þessi síða hefði alltaf verið eingöngu fyrir meðlimi.

Hvað eru margir meðlimir í klúbbnum?.   
Og hvað eru spjallverjar margir,   draga svo virka meðlimi frá þeirri tölu.

Ég hef grun um að klúbbmeðlimir séu ekki stóra talan í þessu dæmi en það væri gaman að vita það.

Hvort er svo betra, bara nokkrir klúbbmeðlimir eða nokkrir klúbbmeðlimir og slatti af hinum líka.

Mér finnst þessi vera nokkuð góð eins og hún er. En það er kanski búið að reikna þetta allt út.

Góðar stundir.
 Viðar Þ Viðarsson  eða bara Viddi.
Viðar Þór Viðarsson

Offline kiddi63

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 851
    • View Profile
    • http://www.kvartmila.is
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #21 on: March 04, 2010, 07:09:37 »
Þetta er farið að minna á stjórnmálin á Íslandi, þar sem einhverjir örfáir aðilar taka einhverja ákvörðun og bakka ekki með hana
því að "þeir hafa rétt fyrir sér" en allur almúginn hefur rangt fyrir sér.
Mér finnst þetta ósanngjarnt vegna þess að spjallverjar hafa átt mjög stóran þátt í að hífa klúbbinn upp, líka að kynna ungum strákum sportið og fá þá upp á braut til að spyrna frekar en á götunum og gera þessa síðu að vinsælasta bílaspjalli landsins.
Ég skora á stjórnarmenn að færa sig aðeins hinum megin við borðið og gleyma ekki þegar þeir voru sjálfir að kynnast sportinu hér á spjallinu.
Mér dettur þetta helst í hug í sambandi við þetta mál: http://www.facebook.com/pages/prainn-Bertelsson-alitur-mig-vera-fabjana/336163509798?ref=mf

P.s ég er búinn að greiða mitt árgjald fyrir  2010 en það verður ekki mikið varið í að spjalla hér þegar enginn getur svarað manni.
Menn eru ekki hér bara til að lesa, menn koma hingað til að spjalla, þess vegna heitir þetta kvartmílu-spjallið.

kv, kiddi spjallari síðan 2001
Kristinn Eyjólfsson (Kiddi63)   s:8486593
K.E.Flutningar ehf
Bíladellan bjargaði mér frá helv bolta-óreglunni.
Mitsubishi Sigma 1993 v-6 3000 - Grand Cherokee 1995. 6cyl 4.0 L
Yamaha fj 1200. árg 1989
http://www.facebook.com/Kiddi63?ref=name

Offline Ómar N

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 45
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #22 on: March 04, 2010, 08:40:38 »
Ég er sammála Sigurjóni Andersen. Menn ættu að athuga málið áður en lagt í. kveðja Ómar N
Ómar Norðdahl

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #23 on: March 04, 2010, 09:10:04 »
Sæl öll,
Ég efast ekki um að þessi ákvörðun KK sé rædd í bak og fyrir hjá KK, og það getur vel verið að hún sé rétt til lengri tíma litið. Það sem ég vil benda KK á (það kom reyndar fram hjá einhverjum spjallverjanum/spjallverjunni  :wink:) er að það er ekki útskýrt nákvæmlega hvað gerist 1.apríl. Í tilkynningunni kom fram að spjallið LOKAR öllum utan KK, en það gerir það víst ekki alveg. Sumir flokkarnir verða opnir öllum (hvaða flokkar?). Eyðist aðgangur manns, EP og allir póstar frá manni? Það vantar miklu betri útskýringar á því hvað gerist og hvernig þetta verður, og þá hefði umræðan og vangavelturnar hjá fólki eflaust verið minni.

Þar sem ég bý út á landi gagnast mér ekki nálægt því allir afsl. KK sem eru í boði. Þess vegna er ég í bílaklúbb í minni heimabyggð með afsl. þar. Ef ég byggi í RVK þá væri ég eflaust í KK. 7000kr. félagsgjald er ekki mikið og maður er fljótur að borga það með allskonar sýningum, skoðunum á bíl etc. En ég fer ekki að skrá mig í KK fyrir 7000kr. bara til að fara á spjallið en mér finnst sjálfsagt að læsa hluta af spjallinu fyrir félagsmenn KK (en eins og áður kom fram þá lítur það út fyrir að vera hugsunin hjá KK en framkvæmdin er bara langt frá því að vera nægjanlega útskýrð).

Lifið heil,
Kristján Pétur
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #24 on: March 04, 2010, 09:38:08 »
Ég hugsa að flestir nýliðar og starfsmenn villist óvart inn á spjallið fyrst, taki þátt í umræðum og út frá því fari að mæta á events, bæti til að keppa og vinna.  Næstu ár verða erfið ef þessi lokun stendur (sem ég reyndar hef litla trú á að geri, þessi lokun varir ekki lengi, menn átta sig fljótlega á mistökunum)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #25 on: March 04, 2010, 14:09:53 »
Á kraftinum sem er töluvert öflugt spjall og með stærri klúbbum á landinu er meðlima section.
Þar inni eru skilaboð send meðlimum um komandi atburði sem snúa eingöngu að þeim og engum öðrum.
Það eru engir behind the scenes póstar, menn pósta á opið spjall öllum umræðum eins og eðlilegt er.

Krafturinn myndi ekki sporta eins aktívum fjölda af meðlimum ef það væri ekki fyrir spjallið og að það sé opið.


Það virðist vera eins og þeir sem séu fylgjandi þessari lokun, hafi engann veginn hugsað útí það hvernig á að fá nýtt fólk í sportið.
Ef það er ekki hægt að taka þátt í umræðum, spyrja spurninga og læra um sportið þá gerist voða lítið.
Enn þá þarf maður fyrst að borga til að komast svo að því að þetta hentar eða ekki.

Þetta er án efa með verri hugmyndum sem ég hef séð í því að reyna rækta íslenskt mótorsport og stækka klúbbinn.

Kostnaðurinn við að reyna stækka klúbbinn er viðhald á þessu spjalli alveg eins og viðhald á klúbbhúsinu.

Klúbburinn er búinn að vaxa þökk sé internetinu, og því er fásinna að loka á nýja meðlimi.

 [-X [-X [-X [-X [-X [-X [-X
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline Bjarni Ólafs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 149
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #26 on: March 06, 2010, 00:55:03 »
Þetta er farið að minna á stjórnmálin á Íslandi, þar sem einhverjir örfáir aðilar taka einhverja ákvörðun og bakka ekki með hana
því að "þeir hafa rétt fyrir sér" en allur almúginn hefur rangt fyrir sér.
Mér finnst þetta ósanngjarnt vegna þess að spjallverjar hafa átt mjög stóran þátt í að hífa klúbbinn upp, líka að kynna ungum strákum sportið og fá þá upp á braut til að spyrna frekar en á götunum og gera þessa síðu að vinsælasta bílaspjalli landsins.
Ég skora á stjórnarmenn að færa sig aðeins hinum megin við borðið og gleyma ekki þegar þeir voru sjálfir að kynnast sportinu hér á spjallinu.
Mér dettur þetta helst í hug í sambandi við þetta mál: http://www.facebook.com/pages/prainn-Bertelsson-alitur-mig-vera-fabjana/336163509798?ref=mf

P.s ég er búinn að greiða mitt árgjald fyrir  2010 en það verður ekki mikið varið í að spjalla hér þegar enginn getur svarað manni.
Menn eru ekki hér bara til að lesa, menn koma hingað til að spjalla, þess vegna heitir þetta kvartmílu-spjallið.

kv, kiddi spjallari síðan 2001
ég fann nákvæmlega sama þef af þessari lokun og fynnst undarlegt að vera að brasa í því að gera þetta spjall af einhverju fárramannaspjalli, ef ég mætti koma með hugmynd þá að vera frekar harðari við að henda þeim útaf spjallinu sem eru hér til að vera með kjaft eða vésen, en bara hugmynd, það myndi grisja einhvað og þeir eftir sem hafa áhuga á bílum og því sem þeim tengist :)
Bjarni Ólafsson S:8670019
Chevrolet Silverado '83.
Jeep Grand Cherokee Limited 2005

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #27 on: March 06, 2010, 11:12:02 »
Sælir félagar.
Þegar þessi heimasíða var sett upp í upphafi fyrir tíu árum síðan var hún fyrst og fremst hugsuð til þess að halda á lofti nafni Kvartmíluklúbbsins og kynna starfsemi klúbbsins.
Mín trú er sú að þessi heimasíða hafi skilað þeim árangri ,það er að segja ég held að það sé ekki litið á Kvartmílinga sem hálfgerða utangarðsmenn eins og mjög algilt var fyrr á árum og tel ég það þessari heimasíðu mikið að þakka, það má eiginlega segja að Kvartmila.is sé okkar fjölmiðill, en fjölmiðill missir algerlega tilgang sinn ef hann hefur ekki áhorf,hlustun eða lestur og til þess þarf fjölmiðillinn að bjóða upp á fróðleik,auglýsingar og lýflegar umræður. Ég tel það ekki rétt að stjórnir hverju sinni geti heft tjáningarfrelsi einstaklinga hér á netinu vegna eigin geðþótta vitsmunamats á viðkomandi einstaklingi, slíkt flokkast undir hroka.
Êg held að það sé farsælla að halda þessari heimasíðu eins og hún er  enda er hún sjálfsagt víðlesnasti akstursíþrótta fjölmiðill landsins og ætti freka að reyna að nýta þessar miklu fléttingar til aukinna tekna fyrir félagið. Gjaldskildir fjölmiðlar eru barn síns tíma hér á landi og er hið gjaldþrota áróðursrit Morgunblaðið góð sönnun þess.

Menn hafa verið að tengja þessa ákvörðun við umræðu  hér vegna breytingu á lögum klúbbsins er varða reglubreytingar,langar mig því að lýsa skoðunn minni á þeim gjörningi sem mér finnst mikil afturför
Nær hefði verið í þessum efnum að stíga það óumflýjanlega spor og verða þannig enn og aftur leiðandi og mótandi á landsvísu með því að koma því á að reglubreytinganefndin sé skipuð kosnum fulltrúum þeirra akstursíþróttafélaga sem árlega halda spyrnukeppnir og að þessi nefnd sé innan sérsambands akstursíþrótta innan ÍSÍ.
Það er enganvegin eðlilegt að mínu mati að kvartmíluklúbburinn sé einráður um keppnisreglur á landsvísu í spyrnukeppnum að Ba menn  tildæmis sem  hafa haldið keppnir í spyrnu í áratugi hafi ekkert um það að segja lengur, þeir fengu þó hér áður þegar lýðræðið var haft í hávegum að koma á aðalfund KK og höfðu umfjöllunar og kosningarétt um reglubreytingar hverju sinni.
Það getur ekki verið eðlilegt í Íslandsmeistaramótaröð að reglunefnd eins klúbbs skipuð einkavinum stjórnar þess klúbbs hverju sinni geti sýslast og breytt leikreglum hvenær sem þeim hentar án þess að nokkur hafi um það að seigja
Ég held að það sé sportinu til framdráttar að stuðla að því að gera spyrnukeppnir að landsvísu íþróttagrein en vera ekki eitthvert Zippoleikni sport utangarðsmanna í Kapelluhrauni.

Kv.
Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #28 on: March 06, 2010, 15:51:13 »
Sælir félagar. :)

Meðan menn eru að tala um spjallið þá er kanski ekki úr vegi að mynnast á eitt sem að vantar, eða vantaði og það eru reglur fyrir þessa spjallsíðu.

Ég veit ekki betur en að á flestum spjallsíðum þá þurfi að samþykkja vissar reglur sem eru einhverskonar umgengnisreglur almenns eðlis til að fá að taka þátt í svona "spjallrás".
Þessar reglur vantar/vantaði alveg á þessa síðu.
Það ætti að vera auðvelt að gera svona reglur þar sem að þær virðast vera staðlaðar á flestum síðum og ættu að vera svipaðar hér og annarstaðar.

Annars eru þessar breytingar á áætluðum breytingum (þetta hljómar asnalega en....) til batnaðar, en þó finnst mér persónulega að "almenna spjallið" ætti líka að vera opið fyrir alla, og að við "Harðkjarnagengið" yrði bætt "spjall fyrir félaga KK".

Þetta myndi að mér finnst vera góð málamiðlun í þessu öllu og flestir ættu að geta sætt sig við þetta, og ættu að geta haldið áfram að nota þetta fjölbreytta spjall.

Eftir að vera búinn að skoða aðrar spjallsíður sem að eru flestar mjög góðar fyrir það sem að þær standa fyrir, þá finnst mér nokkuð öruggt að "KK spjallið" er lang fjölbreyttast og tekur yfir víðara svið en hinar spjallsíðurnar.

En þetta er bara mín skoðun!


Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Bjarni Ólafs

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 149
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #29 on: March 06, 2010, 16:53:52 »
en svo er það eitt, að þessi lokunarhugmynd er búin að skemma þó svo að þeir hætti við hana, því svona vitleisa er fljót að búa til leiðindar móral sem er fráhrindandi og einginn græðir á :neutral:
Bjarni Ólafsson S:8670019
Chevrolet Silverado '83.
Jeep Grand Cherokee Limited 2005

Offline indjaninn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #30 on: March 06, 2010, 19:02:20 »
held að menn ættu að kikja á f4x4 og sjá hvað lokuninn þar er að gera góða hluti,spjallið þar er dautt

Offline Lillicarlo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 119
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #31 on: March 06, 2010, 20:32:25 »
     Ég er einn af þeim fjölmörgu sem les yfir spjallið á hverjum degi en er ekki meðlimur klúbbsins. Reyndar er ég ekki neitt sérstaklega duglegur við að skrifa hérna inn á þræðina en finnst jafnframt mjög gaman að lesa yfir þá.... Þetta hefur verið skárstur þeirra bílaþráða sem lifandi eru . Mér finnst afskaplega sorglegt ef það stendur til að loka fyrir þetta spjall, legg ég til þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.  Mín heimsókn verður engin ef það stendur til að hafa einungis söluþræði opna fyrir okkur hina sem eru ekki í klúbbnum.
Heðar Sigurðsson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #32 on: March 06, 2010, 20:41:28 »
Sælir,

Það stendur til að allt verði opið nema fjórir efstu þræðirnir sem verða opnir meðlimum.
Sjá nánar hér:http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=49101.0


« Last Edit: March 06, 2010, 20:43:15 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline chevy 83

  • In the pit
  • **
  • Posts: 81
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #33 on: March 06, 2010, 23:05:10 »
mér líst vel á þessa niðurstöðu, þ,e. að geta skrifað inn á spjallið án þess að vera meðlimur en geta samt orðið það ef ég  vill. Harðkjarnagengið er öflugur linkur og finnst mér gaman að lesa . Spjallið er sem sagt opið öllum áfram sem ég er mjög ánægður með. þeir halda harðkjarnagenginu og við fáum hitt. er ég að skilja þetta rétt.
kv. Elís H.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #34 on: March 06, 2010, 23:14:03 »
Sæll,
Já Almennt spjall og Keppnishald og Reglubreytingar eru læsilegar en aðeins félagar í KK geta póstað þar og Harðkjarnagengið  verður ósýnilegt öllum nema KK meðlimum.

Allir aðrir þræðir verða öllum opnir.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #35 on: March 08, 2010, 11:27:08 »
Auðvitað gerir KK bara það sem það vill með sína spjallsíðu en ég eins og aðrir velti fyrir mér afhverju laga eitthvað sem er ekki bilað.
Renneríið á þessu spjalli hefur verið akkúrat hæfilega mykið, aldrey dautt en samt ekki að drukkna í ruslþráðum heldur.

Það er ekki verið að loka fyrir lestur almennings til að minnka útbreyðslu vafasamra umræðumála hérna sem gætu mögulega skaðað klúbbinn
og félagaaukning verður ekki því alldrey í sögu heimsins hafa menn borgað sig inná spjallrásir.. so hver er kosturinn?

En gallarnir... hér fara fram allar umræður, upplýsingar og auglýsingar um kvartmílu á Íslandi, eru það bara félagsmenn kvartmíluklúbbsins sem keppa í kvartmílu? ...nei
Hvað eru félagar KK margir? 500? og kannski 50% af þeim sem brúkar spjallið reglulega? það stendur ekki undir virku spjalli (sjá kruser.is)
Hvað verður um umræðu um sandspyrnu og götuspyrnu sem eru ekki aðal áhugasvið KK?

Væri ekki farsælast að hafa bara eitt spjallborð sem er aðeins fyrir KK meðlimi þar sem öðrum væri lokað fyrir bæði lestur og skrif t.d. Harcore Crew? þar sem klúbbsmenn geta rætt sín einkamál í næði og öll hin umræðan sem varðar almenning verði áfram opin almenningi?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is