Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að mér þykir jeppinn hjá mér vera að hita sig heldur meir en gott þykir.
Lýsir sér þannig að hitamælirinn rýs með jöfnum hraða í 220° F ég var að tengja miðstöð í hann og eins og staðan er í augnablikinu grunar mig að elementið sé að svíkja mig og leki. en á að vísu eftir að taka elementið úr honum og skoða nánar.
Ég var með vatnslás í honum þegar þetta skeði og hann er gefinn upp fyrir að opna sig í 180° F og ég er búinn að prófa hann í sjóðandi vatni og hann opnar sig í það minnsta og lokar aftur þegar hann kólnar.
ég tók á það ráð að taka vatnslásinn úr bílnum og aftengja miðstöðina þegar hann hitaði sig og hann varð mun skárri en fór að vísu með jöfnum hraða uppí 195° F skv, mæli og virtist haldast þar þessa stuttu leið sem ég fór á honum, en mér þykir það nú heldur hátt miðað við að vera vatnslás laus.
Vélin er 396 BBC, Vatnskassinn er 3ja raða kassi sem er sæmilega stór um sig, síðan er 14" rafmagnsvifta á kassanum og vatnsdælan er frá Moroso og úr áli.
Endilega spyrjið ef það vantar þetta er ekki alveg nógu ljóst hér að ofan
Með fyrir fram þökk um góð svör
Kristján - s: 692-2419