Author Topic: Hitavandamál  (Read 4733 times)

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Hitavandamál
« on: February 25, 2010, 23:34:23 »
Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að mér þykir jeppinn hjá mér vera að hita sig heldur meir en gott þykir.

Lýsir sér þannig að hitamælirinn rýs með jöfnum hraða í 220° F ég var að tengja miðstöð í hann og eins og staðan er í augnablikinu grunar mig að elementið sé að svíkja mig og leki. en á að vísu eftir að taka elementið úr honum og skoða nánar.
Ég var með vatnslás í honum þegar þetta skeði og hann er gefinn upp fyrir að opna sig í 180° F og ég er búinn að prófa hann í sjóðandi vatni og hann opnar sig í það minnsta og lokar aftur þegar hann kólnar.
ég tók á það ráð að taka vatnslásinn úr bílnum og aftengja miðstöðina þegar hann hitaði sig og hann varð mun skárri en fór að vísu með jöfnum hraða uppí 195° F skv, mæli og virtist haldast þar þessa stuttu leið sem ég fór á honum, en mér þykir það nú heldur hátt miðað við að vera vatnslás laus.

Vélin er 396 BBC, Vatnskassinn er 3ja raða kassi sem er sæmilega stór um sig, síðan er 14" rafmagnsvifta á kassanum og vatnsdælan er frá Moroso og úr áli.

Endilega spyrjið ef það vantar þetta er ekki alveg nógu ljóst hér að ofan
Með fyrir fram þökk um góð svör
Kristján - s: 692-2419

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #1 on: February 25, 2010, 23:51:07 »
Geturru tengt framhjá miðstöðinni til að prufa hann þannig?
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #2 on: February 26, 2010, 15:40:21 »
Missir hann vatn af kassanum?Ef ekki þá lekur kerfið ekki og þarf ekki að tengja framhjá elementinu

Ath hvort það sé loft inn á kerfinu eða reimin sé að slúðra á vatnsdæluni í kuldanum.Ef hann er eð missa vatn skoðaðu hvort hann hún blási í vatnsrás eða í olíuna
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #3 on: February 26, 2010, 15:49:58 »
Af tengdu miðstöðina, ef þetta byrjaði eftir að þú
settir í hann miðstöðina bendir allt á hana.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #4 on: February 26, 2010, 17:31:19 »
Ertu nokkuð að snúa vatnsdælunni öfugan hring með einhverju flatreimadrasli? :roll:
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #5 on: February 26, 2010, 19:29:08 »
Í gær aftengdi ég miðstöðina og fjarlægði vatnslásinn og hann skánaði við það en þó ekki nóg.

Í dag setti ég hann í gang og lét hann ganga hægagang og tók tappan af vatnskassanum (hæðsti punktur) og vonaðist til að loftið færi af honum, eftir það fór ég einn stuttan rúnt með sömu niðurstöðu og áður :( *auk þess er hellings trukk a dæluni, amk miðað við bununa sem ég sá þegar ég horfði niður í tappa gatið.

Hrólfur ég er ekki með neitt flatreimarusl á þessu því miður  :mrgreen:

P.s. Það var 350 i honum hjá mér og þá var aðalvandamálið að fá hann til að hitna á vinnsluhita svo þetta er algjörlega nýtt fyrir mer :lol:

K.v.

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #6 on: February 26, 2010, 19:56:36 »
Sæll Kristján.

Er stútur fyrir miðstöðina upp úr milliheddinu? Ef svo þá gæti verið lofttappi þar. Prófaðu að hafa opið þar þangað til vatn skilar sé þaðan út. Lenti í þessu eftir að ég setti 455 Oldsin í Cadillacinn hjá mér. Varð að hafa miðstöðvar-slönguna aftengda í dágóðan tíma, áður en vatnið skilaði sér út.

Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #7 on: February 26, 2010, 20:50:15 »
Gæti verið lofttappi í miðstöðinni?
Kristinn Magnússon.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #8 on: February 26, 2010, 20:51:58 »
Hefurðu prófað að hafa lokið (vatnskassa) laust á honum?
Þá myndast ekki þrýstingur í kerfinu og gengur kaldari.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #9 on: February 26, 2010, 21:06:15 »
Sælir félagar

Gunnar, Já ég var með stút þar enn núna er ég með tappa (sem gæti enn haldið loftinu inni) ??

Andrés ef þetta virkar er lokið þá ónýtt ?

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #10 on: February 26, 2010, 23:25:03 »
Ég mundi allavega setja stútinn á, og eða krana til að loftæma, þarna gæti vel leynst lofttappi.
Virkar ekki annars vélin þokkalega?
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #11 on: February 26, 2010, 23:42:30 »
Jú vélin vinnur fínt, þetta litla sem ég hef náð að prófa, Ætla að reyna að kíkja á þetta á morgunn, læt ykkur vita hvernig gengur.

Takk.

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #12 on: February 27, 2010, 01:36:45 »
Boraðu gat í vatnslásinn 2 til 3 mm. Þannig ætti vélin að lofttæma sig.
Svo er gott ráð að tjakka hann upp. Big blokkin á það til að halda lofti í heddunum
sem valda svo vandræðum.

kv jói.
Jóhann Sæmundsson.

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #13 on: February 27, 2010, 01:53:55 »
Er vélin nýsamsett (hónuð eða boruð) ef svo er þá er þetta eðlilegt.
Jóhann Sæmundsson.

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #14 on: February 28, 2010, 18:56:11 »
Vélin er ekki nýboruð né hónuð, þegar ég var með vatnslásinn í var ég búinn að bora 3 3mm göt í hann, og einnig er ég búinn að setja hosu á milli vatnsdælu og millihedds. (sem mér skylst sé algjört lykilatriði á svona big block)
í dag setti ég hann í gang og tók tappa úr milliheddi og vatnshita skynjara úr, til að leita af loft-tappa en það kom bara vatnsbuna út um götin um leið, svo ég held það megi alveg útiloka loft á kerfinu núna.
En hvað er að hrella mig veit ég ekki ennþá  :-&

K.v.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #15 on: February 28, 2010, 19:45:56 »
ég held að þetta sé vélinn sem var í norðanskelfir gmala Nova hans Óla  og var þessi vél ekki með neitt hitavandamál þar um borð en ég held reindar að hún sé ný hónuð en Óli veit allt um þessa vél :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #16 on: February 28, 2010, 19:53:38 »
Sæll Nafni, rétt er það, þetta er vélin sem var í Novuni góðu.
Og þegar þú minnist á það þá er það rétt að Óli hafi hónað hana, þannig ég fór með rangt mál áðan.. 
En engu að síður var Novan keyrð dálítið í sumar og þá var allt í lagi með þetta að mér skylst.
 :-s

K.v.

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #17 on: March 02, 2010, 01:09:40 »
Sæll Kristján ertu með góðan mæli (réttan), ég notaði kvikasilfurs mæli sem var alltaf í 95-100 gráðum
með 396una, það sauð aldrei á mótornum og lokið á kassanum var 14 punda.

Sográsina á vatnsdælunni þurfti að bora og snitta fyrir miðstöðina, þetta var áldæla.
Annars má sjá þetta hér.

kv jói.
Jóhann Sæmundsson.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #18 on: March 02, 2010, 07:29:38 »
Sæll Kristján ertu með góðan mæli (réttan), ég notaði kvikasilfurs mæli sem var alltaf í 95-100 gráðum
með 396una, það sauð aldrei á mótornum og lokið á kassanum var 14 punda.

Sográsina á vatnsdælunni þurfti að bora og snitta fyrir miðstöðina, þetta var áldæla.
Annars má sjá þetta hér.

kv jói.

Er þetta mynd úr "69 Vellunni sem þú fékkst hjá Magga Þórðar :idea:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Re: Hitavandamál
« Reply #19 on: March 02, 2010, 15:46:00 »
Sæll Kristján ertu með góðan mæli (réttan), ég notaði kvikasilfurs mæli sem var alltaf í 95-100 gráðum
með 396una, það sauð aldrei á mótornum og lokið á kassanum var 14 punda.

Sográsina á vatnsdælunni þurfti að bora og snitta fyrir miðstöðina, þetta var áldæla.
Annars má sjá þetta hér.

kv jói.

Er þetta mynd úr "69 Vellunni sem þú fékkst hjá Magga Þórðar :idea:
Jú þetta er gamla hans Magga.
Jóhann Sæmundsson.