Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Svartur 3rd gen camaro

(1/4) > >>

jeepson:
Sælt veri fólkið. Ég átti eitt sinn svartan camaro berlinetta 84módel. Ég man ekki nr á bílnum En það var R eitthvað. semsagt gömlu svortu númerin. Þennan bíl fékk ég á Seyðisfirði þegar ég bjó þar. En ég seldi hann í bæinn.. Mig minnir að strákurinn sem keypti hann heitir Jón kristinn og býr eða bjó í mosó. Hann ætlaði að gera bílinn upp frá a-ö Þetta var mjög heillegur bíll fyrir utan að rafkerfið virkaði nú eitthvað takmarkað og vélin var nú eitthvað farin að segja til sín.. bíllinn var orginal með 305 vélinni og 700 skiptingu. Ég frétti að hann hafi verið tættur í spað og notaður í firebird sem að jón Kristinn átti að vera með. ég veit hinsvegar ekkert um það mál. En þetta var mjög fallegur bíll og hefði orðið flott uppgerðar verkefni. Það væri gaman ef einhver hérna kannast við bílinnn og gæti jafnvel skelt inn myndum af honum :)

bluetrash:
Ég keypti hann úr Grindavík og fór hann að stórum hluta í 5 aðra bíla sem eru í uppgerð. Tanya kaupir restina af mér og gerir við skelina og skilst mér að sá sem á hann núna keypti einnig tjónabílinn frá Höfn. Þennan bláa sem Pálmi átti og klessti Hahaha Pálmi það var fyndið en sorglegt engu að síður.

jeepson:
Þannig að þessi bíll er semsagt dauður þá eða?

screepo:
Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.

bluetrash:
Nei eins og ég skildi það að þá sko var eiginlega bara skelin orðin eftir hjá mér. Camaro-girl kaupir það af mér. Og þá eru framljós, afturljós, framog afturstuðari og bæði frambretti eftir sem hún fær hjá mér minnir mig. Hún ryðbætti skelina og græjaði allt til. Var orðið mjög flottur hjá henni. svo selur hún einhverjum hann sem mér skilst að hafi keypt klessta bláa Camaro-inn á frá Höfn líka og sá bíll var skakkur að mér skilst svo það átti að færa allt úr bláa bílnum yfir í gamla R 252, svo dauður og ekki dauður nú verður hver að dæma fyrir sig bara hugsa ég

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version