Ýmsar sögusagnir ganga milli manna þessa dagana á götunni, heyrst hefur af nokkrum gömlum Mustang bifreiðum sem fáir vita af og langar mér að kanna hvort að menn hérna hafa frekari deili á þeim.
Heyrst hefur af bláum 1969 Mustang Fastback á Selfossi sem var fluttur inn í góðærinu og sé í einhverri vinnslu í Gagnheiðinni á Selfossi.
Einnig hefur heyrst af nýlega innfluttum 1967-1968 Mustang Fastback á Selfossi ókláruðum og með 429cid.
Í Desemberlok eða snemma í Janúar kom til landsins grænn 1967 Mustang Fastback, ástand eða annað er óvitað.
Það væri gaman ef einhver gæti frætt forvitna meira um stöðu mála á þessum bílum með myndum eða öðru.
