Author Topic: Tillaga að lagabeitingu.  (Read 3964 times)

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Tillaga að lagabeitingu.
« on: February 02, 2010, 17:20:20 »
7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar.
Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK.
Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæða.

9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi lög, svæðisreglur og  keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.


Rauða fer út og bláa inn og svarta óbreitt.
Ingólfur Arnarson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #1 on: February 02, 2010, 18:39:25 »
Mer finnst vantar við þetta hjá þér Ingó gr 7.3

7.3 Félagsmenn geta og eiga rétt á opnum fundi með Reglunefndinni fyrir keppnistímabil ,Á þeim fundum geta Menn mótað og samþykkt tillögu að reglum sem minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna og uppfylla grein 7.1 ber Reglunefndi að lega þær fyrir Stjórn KK til samþykktar eða synjunar .


Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #2 on: February 02, 2010, 19:12:21 »
Hér er lagagreinin eins og hún stendur í dag. Þannig að mér sýnist að tillagan þín Ingólfur sé til þess fallinn að setja regluvaldið í stjórn KK.
Þá er þetta svona:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega fyrir 5 Janúar hvers árs.
Þá skal nefndin vera búin að leggja fram sýnar eigin tillögur á þeim tíma.
Reglunefndin skal birta tillögur eins og þær berast nefndinni á vefsíðu KK ekki seinna en 15 janúar



Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.

1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.

20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #3 on: February 02, 2010, 19:50:03 »
já með þessu fær stjórn og reglunefnd regluvaldið og þessi klúbbur getur þá loksins hætt að eigna einhverjum félagsmönnum flokkana og breitingarnar á þeim.

 ég tel að þessi reglubreiting gæti orðið klúbbnum til mikils bata

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #4 on: February 02, 2010, 20:41:31 »

 Sæll Ingó,,,, svona að betur athuguðu máli
 
 mætti ég leggja til að reglunefndin sé þá ekki skipuð stjórnarliðum.

 þetta býður uppá að 3-5 reglunefndarmenn sem jafnframt eru í stjórn eru þá með meirihluta stjórnar og þarafleiðandi alvaldir yfir keppnisreglum. hér vantar meira gagnsæji.

 og mætti þá jafnframt athuga að félagsmenn hafi aðgang að reglunefndinni og geti sent nefndinni tillögur um reglubreitingar einsog verið hefur. svona fyrir reglunefndina til að vinna úr ásamt sínum eigin. Annars fær reglunefndin Mugabe-stimpilinn tiltölulega fljótt og samlindi verður fyrir bí.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #5 on: February 02, 2010, 21:08:37 »
Strákar hvað er að gildandi lögum?Mér finnst hún bara ágætt og sé ekki neina ástæðu til að breytta henni neitt.Ingó er þetta eitthvað vitlaust skilið hjá mér í tilögu þinni að stjórn og reglunefnd hafi þá algert vald yfir reglum og þurfi ekki að leggja neitt undir félagsmenn til samþykkis?Ef ég skil þetta rétt að það sé svo þá getur þetta aldrei virkað.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #6 on: February 03, 2010, 12:47:01 »
Þetta er lagabrettinginn eins og hún var lögð fyrir fundinn  í fyrri. Ég tel að það sé ekki hætta á því að stjórnarmenn ætli að taka að starf reglunefndar og ég tel það skinsamlegt að kjörinn stjórn hafi lok orðið varðandi reglur þar sem það hlýtur að vera markmið stjórnar að efla keppnishald. Það tíðkars hvergi í veröldinni að keppendur geti ráði flokkareglum sem þeir eru sjálfir að keppa í.

Kv Ingó.
 :)
Ingólfur Arnarson

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #7 on: February 03, 2010, 13:40:08 »
Þetta er lagabrettinginn eins og hún var lögð fyrir fundinn  í fyrri. Ég tel að það sé ekki hætta á því að stjórnarmenn ætli að taka að starf reglunefndar og ég tel það skinsamlegt að kjörinn stjórn hafi lok orðið varðandi reglur þar sem það hlýtur að vera markmið stjórnar að efla keppnishald. Það tíðkars hvergi í veröldinni að keppendur geti ráði flokkareglum sem þeir eru sjálfir að keppa í.

Kv Ingó.
 :)
Sæll Ingólfur
Ef þú telur að ekki sé hætta á að sömu menn séu í stjórn og reglunefnd þá er eðlilegasta formið á því að hafa það bundið í lögum klúbbsins til að taka af allan vafa með það. Það má líka minna á að það olli miklum deilum að ekki var opinbert hverjir störfuðu í þessar nefnd þegar hún var sett á fót árið 2007,Tillaga þín leggur til það form verði viðhaft aftur sem að mínu mati er afturför.Þessi reglugerð sem er í gildi er að mínu mati mjög góð og lýðræðisleg. Keppendur hafa tillögurétt um reglur  samkvæmt gildandi reglugerð en stjórn og reglunefnd hefur ákvörðunarvaldið. Svona skil ég þessa reglugerð og ef ég er að misskilja hana þá ættum við að geta fundið út úr því hérna.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #8 on: February 03, 2010, 14:37:07 »
Lög í Íþróttafélaga eru fremur hefðbundin og það er yfirleitt ekki sett inn í lög félaga að einhverjir ákveðnir félagsmenn geti ekki starfað í nefndum fyrir við komandi félag!! Enda væri það allsérstakt ef menn sem fá kjörfylgi til stjórnarsetu væru útskúfaðir frá auðrum nefndum félagsins. Fyrir mér snýst þetta um að KK setji sig á sama stall og önnur félög og starfi samkvæmt því.

kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #9 on: February 03, 2010, 22:33:14 »
7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum  nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar.
Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK.
Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæða.
9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Gildandi lög, svæðisreglur og  keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.

Hérna höfum við þá báðar reglugerðirnar til samanburðar.

Þá er þetta svona:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega fyrir 5 Janúar hvers árs.
Þá skal nefndin vera búin að leggja fram sýnar eigin tillögur á þeim tíma.
Reglunefndin skal birta tillögur eins og þær berast nefndinni á vefsíðu KK ekki seinna en 15 janúar



Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.

1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.

20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.


__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #10 on: February 13, 2010, 17:53:09 »
Sælir,
Við höfum slæma reynslu af því fyrirkomulagi sem þú Ingó gerir í þessum tillögum þínum. Þetta var svona fyrir árið 1994 að mig minnir. Þá gátu nokkrir einstaklingar umturnað keppnisreglum sem voru í gildi og gert stóran hóp félagsmanna mjög óánægða.

Þetta gerðist einmitt í Sandspyrnunni, þar var reglum breytt mikið með þeim afleiðingum að ekki var keppt í Sandspyrnu í 3 ár að mig minnir. Reglunum var síðan breytt aftur til fyrra horfs og þá var aftur farið að keppa í Sandspyrnu. Reglubreytingar ber að gera með varfærni.

Það tekur langan tíma að þróa keppnisreglur. Laga agnúa og aðlaga breyttum tímum. Best er að gera reglubreytingar í sátt við sem flesta félagsmenn.

Eins og þetta er í dag geta allir félagsmenn komið með tillögur, þær farið í umræðu á netinu þar sem menn skiptast á skoðunum. Síðan er þá kosið um þær á Aðalfundi. Þannig er tekin upplýst ákvörðun félagsmanna. Það er mikilvægt að allir félagsmenn geti lagt fram tillögur. en ekki bara 3 til 5 útvaldir einstaklingar.
Gretar Franksson

« Last Edit: February 13, 2010, 17:59:44 by Vega 71 »
Gretar Franksson.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Tillaga að lagabeitingu.
« Reply #11 on: February 13, 2010, 20:27:09 »
Sæll Gretar.

Það er gaman að heyra frá þér. =D> Það er ansi langt um liðið frá 94 og það er rétt hjá þér að þetta var til vandræða hér á árum áður en nú ríkir stöðnun. Ég geri ráð fyrir að allir félagsmenn geti lagt allt sem þeir vilja til við reglunefnd eftir eins sem áður. Á sínum varst þú einn af útvöldum eins og þú kallar það og skilaðir ágætu starfi og ég sé ekki af hverju það ætti að ætla tilvonandi reglunefnd annað en að vinna af heilindum.

Reglur eru eldfimt mál og hvorki reglunefnd né stjórn kæmist upp með einhverja þvælu. [-X

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson