7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar.
Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK.
Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæða.
9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Gildandi lög, svæðisreglur og keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.
Hérna höfum við þá báðar reglugerðirnar til samanburðar.
Þá er þetta svona:
7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.
Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.
Tillögur skulu berast nefndinni skriflega fyrir 5 Janúar hvers árs.
Þá skal nefndin vera búin að leggja fram sýnar eigin tillögur á þeim tíma.
Reglunefndin skal birta tillögur eins og þær berast nefndinni á vefsíðu KK ekki seinna en 15 janúar
Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili,völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.Það skal vera opinbert hverjir sitja í nefndinni hverju sinni.
Í nefndinni eru allir jafnir, enginn formaður eða slíkt.
1 Febrúar skal í síðasta lagi vera búið að halda fund með keppendum um reglubreytingarnar sem nendin ætlar að leggja fyrir aðalfund,eftir fundinn er ekki hægt að draga tillögur til baka.
20 febrúar eða minnst einni viku fyrir aðalfund skal svo birta á endanlegar tillögur á vef Kvartmíluklúbbsins.
Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.