Toysaab fer í gang og keyrir, henda rafgeymi í húddið og þá er hann til í tuskið. Nokkrir lausir endar eru þó eftir, mig minnir að það vanti eitthvað upp á bremsur að aftan, þarf að ganga frá bensínlögnum, pústkerfi og eitthvað fleira smálegt, auk þess að laga það sem skemmdist þegar húddið fauk upp.
Þetta er þrusuproject fyrir áhugasama!
Ég ætla ekki að fullyrða að hann komist óáreittur í gegnum skoðun þar sem ALLT í húddinu er orðið öðruvísi, sérstaklega burðarvirkið, en allt sem tengist hjóla og stýrisbúnaði er original og óbreytt, framleitt af saab. Snilldin við þetta er að í 9000 saab þá er allt framjúnitið á sér subframe, mótor, skipting, hjólastell og stýrisbúnaður. Ég græjaði bara festingar fyrir þetta í corolluna og breytti burðarvirkinu til að fá allt til að passa.
Ég er líka búinn að ganga frá öllu í sambandi við rafkerfi (nema að festa boost tölvuna og hengja upp víra í kringum hana). Mælaborð virkar allt 100% og hraðamælirinn með talinn, hann er úr saabinum en mixaður í toy mælaborðið.
Einnig gæti megasquirt ECU tölva og hugsanlega msd kveikjumagnari farið með fyrir auka cash.
Ef menn fara ekki að snara sér í að grípa þetta tækifæri þá ríf ég það besta úr og hendi rest í gáminn. Mig vantar plássið.