Hér er mín tillaga að SE flokk:
SE flokkur
GÖTUBÍLAFLOKKUR
FLOKKALÝSING
Flokkur fyrir bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum: Ökutæki með vélarstærð að 415 cid, skulu vera lágmark 1300kg. Ökutæki með vélarstærð yfir 415 cid, skulu vera lágmark 1500kg.
ÚTBLÁSTURSKERFI
Útblásturskerfi verður að vera til staðar í bílum í keppni samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi. Kerfið má ekki beinast að vagni eða dekkjum , og vera tilbúið til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunar stöð hvenær sem þurfa þykir. Hámarks sverleiki röra er 4".
ELDSNEYTI
Nítró gas N2O (glaðloft) Forþjöppur og aðrir aflaukar (power adders) og alkohól bannað.
STUÐARAR
Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda. Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir
GRIND
Grind skal vera upprunaleg eða eins og upprunaleg og þá úr eins efnum.
5. HJÓLBARÐAR OG FELGUR
HJÓLBARÐAR
Öll viðurkennd götudekk leyfð sem eru með löglegan stimpil það er DOT eða sambærilegan sem viðurkenndur er af skoðunarstöðum og tæknimönnum KK. Stærð dekkja má ekki vera meiri en 30 X 12,5. FELGUR: Allar gerðir af felgum leyfðar. Minnsta stærð á felgum 13" nema að bíllinn hafi komið á minni felgum frá framleiðanda.
BODDÝSTÁL
Allt í ökumanns og farþegarými verður að vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og þá úr eins efni og framleiðandi notaði. Það sama á við um ál. Magnesíum er bannað.
KLÆÐNING
Allir bílar skulu vera með fulla innréttingu í keppni.
YFIRBYGGING
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum. Trefjaplast vélarhlíf leyfð. Trefjaplast bretti eru leyfð að framan. Trefjaplast samstæður bannaðar. Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera ú sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda. Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.
BRETTI
Allir bílar verða að vera með samskonar bretti og þeir komu með úr verksmiðju. Innribretti verða að upprunalega lögun og vera úr sömu efnum og original. Ekki er leyft að klippa úr létta eða breyta innribrettum á nokkurn hátt nema til að koma fyrir pústflækjum og má þá ekki klippa meira en svo að brún brettis má ekki vera meira en 15mm frá ystu brún röra. Bannað er að klippa úr eða breyta hjólskálum að aftan á nokkurn hátt, þær má þó styrkja.
GÓLF
Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt og er úr eins efnum og upprunalegt skylda.
GÖTUAKSTURSBÚNAÐUR: Allur götuakstursbúnaður sem skyldugur er skv.reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi er skylda í keppni. Meða götuakstursbúnaði er verið að tala um virkar þurrkur, miðstöð, rúðu upphalara, ljós, hurðalæsingar o.s.f.
RÚÐUR
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.