Author Topic: Pláss í húsnæði með öllu  (Read 2288 times)

Offline bergur01

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.netberg.is
Pláss í húsnæði með öllu
« on: January 29, 2010, 12:43:29 »
Ég er með húsnæði með öllum helstu tækjum og tólum.

Lyfta, öflug iðnaðarloftpressa, loftverkfæri, fastir lyklar, toppar, MIG suða, TIG suða, Gastæki, Súluborvél, bandslípivél, gott vinnuborð með stóru skrúfstykki, tjakkar og búkkar, háþrýstidæla, hillur og margt fleira.

Húsnæðið er um 100 fm og við erum s.s. tveir þar núna og höfum áhuga á að bæta við þriðja aðilanum, við erum báðir með jeppa og svo dundum við okkur í smáviðgerðum fyrir vini og vandmenn.

Við leitum að aðila sem getur komið með eitthvað af verkfærum og tólum inn í dæmið og er til í að taka þátt í kostnaði á gasi, suðuvír og þessskonar dóti.

Fast leiguverð er 40.000 kr á mánuði, svo eins og ég segi þá skiptumst við á að kaupa gas, sápur og annað sem þarf.

Hafið samband við mig í síma 615-1251 eða á bergur@opex.is ef áhugi er fyrir hendi.

Ég vil benda á að verkstæðið er ekki ætlað sem félagsmiðstöð heldur bara sem verkstæði. Allt í góðu að hafa félaga sinn með til að hjálpa en vonlaust að það sé alltaf fullt hús af ókunnugu fólki.

*birt með fyrirvara um villur.

Kveðja,
Bergur