Author Topic: Ofurhjól í smíðum  (Read 13978 times)

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Ofurhjól í smíðum
« on: January 02, 2010, 19:24:49 »
Gleðilegt nýtt ár.
Ég sá hér á spjallinu að einhver var að halda því fram að ofurhjólaflokkur væri dauður. Því er ég alls ekki sammála. Að vísu hafa aldrei verið margir keppendur í þeim flokkum. En þeir flokkar þurfa að vera til, ef einhverjir vilja keppa í þeim. Ofurhjólaflokkarnir eru mjög opnir og nánast allt leyfilegt. Það er bara að láta hugmyndaflugið ráða og fara að smíða. Hér fyrir neðan eru linkar á myndir af ofurhjóli í smíðum. Þetta hjól var að mestu smíðað veturinn 2008 – 2009. Hefði ég ekki flutt erlendis í maí síðastliðnum þá hefði þetta geitungabú mætt upp á kvartmílubraut sumarið 2009.
Mótorarnir eru úr Arctic Cat 650 og 700 snjósleðum sem voru framleiddir 1988 – 1996 og 1999 – 2000. Búið er að fikta aðeins í mótorunum og á hver þeirra að gefa 115 -120 hestöfl. Hver mótor er um 40 kg. Ég fór út í þetta á sínum tíma því þetta voru ódýrustu og léttustu hestöflin sem þá stóðu til boða. Það er hinsvegar annað mál hvernig ganga mun að stilla kúplingarnar og ráða við skrímslið þegar það er komið á ferð.
I will be back. Og ég vona að þá verði ég ekki einn í flokki og þurfi að keppa við sjálfan mig eins og undanfarin ár. Það eru örugglega einhverjir sleðamótorar þarna úti sem hægt er að koma fyrir í hjólagrind og auðvelt er að taka 200 – 300 hestöfl út úr.
Ég vil þakka Magnúsi Finnbjörnssyni sem sá um grindarsmíði ofl, Stálnaust ehf. fyrir skurð á tannhjólum, rennismíði ofl.
Steini geitungur  :-"

http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4237857984/

http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4237857988/

http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4237857994/

http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807951/

http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807963/

http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807971/

http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807977/

Offline Guðbjartur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #1 on: January 02, 2010, 19:41:37 »








Kv Bjartur
Guðbjartur Guðmundsson

BMW 850 1993
MGB 1969

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #2 on: January 02, 2010, 19:43:44 »
Nú, er hægt að gera svona  #-o

Offline Guðbjartur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #3 on: January 02, 2010, 19:45:41 »
Já vinur, maður er svo assssskoti latur að maður nennir ekki að kíka inn á hvern link svo ég ákvað að henda þessu inn fyrir þig  :D

Kv Bjartur
Guðbjartur Guðmundsson

BMW 850 1993
MGB 1969

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #4 on: January 02, 2010, 19:49:38 »
Glæsilegt, það verður gaman að sjá þetta!!

kv
Björgvin

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #5 on: January 02, 2010, 20:43:03 »
Hver hleypti The Stig uppá verkstæði til mín :mrgreen:

 

 

 
« Last Edit: January 02, 2010, 20:44:36 by maggifinn »

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #6 on: January 02, 2010, 22:19:12 »
Það er enginn nema Steini Stáleystu sem myndi þora að keyra þetta  :mrgreen: skuggalegt apparat. 8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #7 on: January 02, 2010, 22:59:43 »
þetta verður gaman að sjá en ekki heyra í he he  :D =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #8 on: January 03, 2010, 01:42:34 »
Já þetta er flott, líka rétt gerð af mótorum (Suzuki). Þetta ætti auðveldlega að skila eitthvað á fjórða hundrað hestöflum á bara venjulegu bensíni. Sigrar trúlega líka hávaðakeppnina.
Úr hvaða efni er grindin?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline PalliP

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 297
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #9 on: January 03, 2010, 13:38:17 »
Djöfull er þetta vígalegt tæki, þetta á örugglega eftir að fara hratt!!
Kveðja
Páll Pálsson
S.822-0501
______________________________
Willys CJ-5 torfærujeppi
Willys CJ-2 1951

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #10 on: January 03, 2010, 17:56:31 »
Grindin er úr gal. háþrýstirörum, stál 37,2. Efnisþykkt 25 x 3 mm. frá Landvélum.
Einn mótor er 650 cc race mótor með þremur exhaust opum, hinir tveir eru 700 cc. Alls um 2050 cc. Öll heddin eru af 650 mótor, ég tel þau skila betri bruna en 700 heddin. Búið er að renna fjögur, þannig að þau passi við 700 borunina, einnig var squish band, squish angle, og head volume, stillt samkvæmt bókinni. Aftur tannhjólið er til að byrja með 85 tanna. Afturfelgan er 15 X 7. Slikki 28 X 9 – 15. Framfelga og demparar af Yamaha RD 350 ´82. Fremri kúpling er Comet 108 4-pro. Aftari kúpling verður orginal til að byrja með, með einhverju gramsi í. Steini  :-"

Offline rækja

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #11 on: January 08, 2010, 14:35:28 »
Geggjuð ruddahugmynd hjá þér,,,ánægður með þig  :D Þú verður vonandi ekki einn í ofurhjólaflokk næsta sumar ef mér gengur vel að klára það sem ég er með  :-"

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #12 on: January 08, 2010, 17:28:45 »
en hvernig er það er ekki bara vessen að teingja þá saman með keðju uppá að stilla þá samann  :?:3 motorar og einginn eins  :-k og svo er ég hræddur  um að þessi kúpling verði ekki heil mjög leingi #-o en flott að einhver nenni að gera eitthvað nýtt og vona að þetta gangi upp =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #13 on: January 08, 2010, 19:05:53 »
Ég hugsa að það verði ekki svo mikið vesen þegar þetta er allt komið á fleigiferð.
Svo eru nú fordæmi fyrir því að taka 500hp+ í gegnum svona kúplingu, ótrúlegt en satt.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #14 on: January 08, 2010, 21:05:59 »
ef þú ert að tala um turbo sleðann hans Sigvalda á ólafsfyrði sem er sá eini sem hefur farið hvað næst 500 hö þá er sú kúpling sér smiðuð og sett upp fyrir þann sleða og kostaði fullt fullt að seðlum eins og allt í þeim sleða :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #15 on: January 09, 2010, 00:01:43 »
ef þú ert að tala um turbo sleðann hans Sigvalda á ólafsfyrði sem er sá eini sem hefur farið hvað næst 500 hö þá er sú kúpling sér smiðuð og sett upp fyrir þann sleða og kostaði fullt fullt að seðlum eins og allt í þeim sleða :D

 jebb Það passar. Það er prufukeyrt á stock kúplingu og svo verður gullið sett í.

 eina skiftið sem einhver sláttur er á milli mótoranna eða "ójafnvægi" er þegar allt draslið er álagslaust, sem er faktíst aldrei nema reimin sé tekin af.

 Allar vélarnar eru að rembast á sömu drifrásinni, sömu keðjunni svo að segja þannig að álagið heldur öllu strekktu og fínu.

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #16 on: January 09, 2010, 09:47:19 »
Eina leiðin til að komast að því hvernig þetta virkar er að prófa. Síðan verður að reyna að laga það sem er að.
Steini  :-"

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #17 on: January 09, 2010, 15:47:21 »
ef þú ert að tala um turbo sleðann hans Sigvalda á ólafsfyrði sem er sá eini sem hefur farið hvað næst 500 hö þá er sú kúpling sér smiðuð og sett upp fyrir þann sleða og kostaði fullt fullt að seðlum eins og allt í þeim sleða :D

Já og alla hina spyrnusleðana í heiminum. Auðvitað þarf að breyta kúplingunum á móti öllum mótorbreytingum.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #18 on: January 10, 2010, 16:28:28 »
ok flott hlakka til að sjá þetta uppá braut =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Re: Ofurhjól í smíðum
« Reply #19 on: January 12, 2010, 15:51:57 »
Ég var lengi að hugsa um að tengja mótorana saman með tenntri reim. En hætti við það. Þá hefði breiddin orðið ennþá meiri og meira vesen verið að koma pústinu fyrir þeim megin. Einnig fann ég ekkert sem ég var viss um að þoldi þessi hestöfl. Og ekki var mikil hjálp í þeim í versluninni Fálkanum.
Kannski skipti ég keðjunum út fyrir tenntar reimar seinna, ef þetta virkar eitthvað. Ef ég tengi mótorana saman þannig að þeir sprengi á 60 gráður fresti þá ætti ekki að vera svo mikill sláttur á keðjunni. Allavega ekki þegar mótorarnir eru á 8000 - 8700 snúningum sem verður sennilega vinnslusviðið, og allir að toga í sömu áttina. Sennilega reyni ég að stilla kúplinguna þannig að hún taki við 5000 - 6000 snúninga. Ég lét renna af svinghjólunum til að létta þau. Ef púlsarnir frá sprengislögunum verða of miklir þannig að keðjurnar eða tannhjólin étist upp á skömmum tíma, þá verður að bæta við þyngd á svinghjólin eða eitthvað slíkt til að jafna slögin út. Annars kemur þetta allt í ljós þegar sett verður í gang og spyrnt, hvenær sem það verður. Steini :-"