Ef mínar upplýsingar eru réttar þá er þetta Plymouth Suburban.
Félagi minn átti svona bíl, eða réttara sagt hinn bílinn því þeir voru víst bara til 2 hérna.
Hann var með 400 vél og tók "rúmlega" 8 manns í sæti og hann gekk alltaf undir nafninu "Sukkarinn", kannski ekki skrítið
því þetta var skemmtistaður á hjólum

Þar var rosalega gott að keyra þennan bíl og ég hef aldrei keyrt bíl sem er léttari í stýri, það hvellsprakk einu sinni að framan hjá okkur
en ég fann það ekki í stýrinu, ég heyrði bara hvellinn.

Margir muna örugglega eftir þeim bíl úr Keflavík.
