Author Topic: Smá ágrip af sögu 124036,, þeas 500E500  (Read 3187 times)

Offline Alpina

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
    • http://www.solpallar.com
Smá ágrip af sögu 124036,, þeas 500E500
« on: December 31, 2009, 16:06:31 »
Hérna er smá uppgrip af sögu eins frægasta Mercedes-Benz bíl samtímans (( að mínu mati, [og margra annara] ))
ATH,, þetta er mitt persónulega mat

Afhverju bjó M-B til þennann bíl þegar þeir áttu fyrir ,, frábærann bíl ,, þeas 300E, Þeir gerðu það ekki , heldur fengu Porsche til að gera það, og það með slíkum stæl , að fullvíst er talið af mörgum að annars eins gæða bíll verður ekki ,, framleiddur á næstunni ,,,  hjá Mercedes ,, en eflaust er meginorsök fyrir framleiðslu bílsins ,, sú hylli er AMG 300E HAMMER náði ,, en það er slík brútal græja að með ólíkindum er ,, 500E átti að vera  einskonar silki handska útfærsla af HAMMER,, code nr  var 124036 ,,,,,,,,  W124 + 036 

1990 er tekin ákvörðun hjá Mercedes að búa til ... sport-muscle gerð af 300E,  Haft var samband við Porsche, og þeir beðnir að útfæra  W124 300E boddý í 500E,, Þetta var gert í verksmiðu Porsche Rossle-Bau , í Zuffenhausen. Við undirritun samnings,er ákvæði  að um 8-12 bílar séu búnir til á dag,, eða um 2400 á ári, um 18 daga tók að búa til hvern bíl,,, (( til samanburðar má nefna að 5 daga tók að búa til aðra M-B ))  áður hafði Porsche reyndar verið með 4d prótótýpu 989 sem þeir lögðu á hilluna ,til gamans má geta að PANAMERA.. bíllinn er glettilega líkur þeim bíl
Þegar bert boddýið kom til Zuffenhausen var ,, það oem W124 300E,,boddý, en hitt og þetta þurfti að gera ,, Drifrásar göngin voru þaninn út ,,  framendinn breikkaður,, þeas bætt var við brettin .. soðið á þau viðbót,, sambærileg aðgerð var gerð á afturbrettunum ,, einnig styrking og annað smotterí sem varð víst að breyta sökum skilmála til þess að bíllinn væri 500E,,  meira en 4500 hlutir eru öðruvísi í 500E vs 300E  eftir þetta var boddýinu ekið ,, á pallettu aftur til Mercedes , í Sindelfingen, þar sem bíllinn var grunnaður ,, fór í gegnum tæringarprógram ,, málaður í þeim lit er kúnninn óskaði eftir,, og ekið aftur til Zuffenhausen
Nú var vélin,, skipting og drifrásin sett í..ásamt vélarbita úr R129 en 500E er allur breiðari og með meiri sporvídd en aðrir sambærilegir W124 ,, ca 4 cm breiðari,, Eftir það aftur til Sindelfingen og  loka frágang hjá Mercedes áður en bíll var svo afhentur

Til gamans má nefna að árið 1994 er Guðbergur Guðbergsson og Halldór Jóhannsson ((miklir Porsche menn )) voru á EU ferðalagi þá komu þeir við hjá Rossle -Bau til að skoða dýrðina ,,,,,,,,,, en viti menn allt lokað og ekkert nema Mercedes-Benz inni á gólfi ,, Hrikalegur bömmer sagði Dóri   :fyndid:  :fyndid:

 Eins og áður er nefnt er vél og skipting  úr 500SL R129 ásamt drifi og drifrás,,  drifið er 2.82,,,,, ÓLÆST,,,,,,  vélin er 5.0L V-8  32 v    326 ps og 480 nm ,,,, Magnaður mótor  og þótti á þeim tíma meistara stykki,, þögul,, en öskrar við góða inngjöf,, þetta þótti feikna afl  ÞÁ ,, en uppgefinn tími 0-100 var 6.0 sekúndur og 250 km við 6000 rpm,, Mitt mat er að 124036 hefði getað orðið margfalt meiri græja með Læstu drifi,, 5 gíra skiptingu og lægra drifi.. t.d 3.07 og fimmti gír sem overdrive í skiptingunni,,
Munur var á 500E vélinni og 500SL ....... 500E fékk LH-jetronic,, meðan 500SL var með KE-jetronic,, einnig var milliheddið//soggreinin á 500E öðruvísi og gaf um 30 nm meira tog
Að innan var um ríkulegann útbúnað að ræða,, en eitthvað var þó í  boði sem aukahlutur,,

,,,,,,handskahólf  í staðinn fyrir airbag farþega meginn,,,, MEGA sjaldgæft,,  er sá aukahlutur sem mér finnst flottastur

Sætin voru búinn til af RECARO  og eru ein albestu sæti sem fyrir-finnast í fólksbíl,, bíllinn var skráður 4 manna með sætum///stólum  aftur í ,, ekki bekkur ,, geymsluhólf ,viðarklætt var milli sætanna  leður í sætum standard  rafmagn í rúðum,,  loftkæling,, rafmagn í framsætum ,, ,, Hægt var að fá ,, teil-leder sem bólstrun og hef ég séð svoleiðis,, mjög flott,,
 minnir að ég hafi séð einn bíl í auglýsingu sem var ekki með leðri en það er án vafa sérósk fyrrum eiganda,,

Sá litur sem mestum vinsældum náði hjá kaupendum var 199,,  en hér fyrir neðan er smá info um þá liti sem voru algengastir

ATH,, þetta er heildar tala,, en ég held að aðeins 2 hvítir hafi verið oem á EU svæðinu,, hinir fóru til USA

litir sem náðu vinsældum í EU eru vart sjáanlegir í USA eins og,, Nautical blár  bornite,, rauðu litirnir,,  beryl græni



Svartur (040): 7.6%
svart-sans (199): 47.6%
Silfraðir  (astral+zircon): 22.8%
grænn  (malachite): 6.5%
Beryl grænn : 1%
Bornite: 3.8%
Impala brúnn : 3.5%
hvítir : 3.5%
Rauðir  (signal + almandine + pajett): 1%
Nautical blár: 2.7%

Aðeins einn bíll var málaður í lit sem enginn annar Mercedes bíll fékk að velja ,, en það er GULUR litur    # 216 schwefel gelb,, sá bíll er í Svíþjóð í dag ((geggjað að eiga þann eina ))
  http://www.w124enthusiast.com/gallery/w124_500e_yellow/images/93_500E_Yellow_conv_jpg.jpg  en bíllinn er full PIMP að mínu mati

að innann var svart leður langvinsælast ,, en ljóst líka,, alskonar sérpantanir voru einnig ,, en ég hef enga tölu eða hef séð neitt skráð um slíkt

Svart með svörtu  .. silfrað með svörtu,, 040 með ljósu eða svörtu  eru þau lita afbrigði sem eru sérlega sígild.
Á Íslandi eru 9 eða 10  E500E bílar,, þar af einn USA og er hann E500 bíll,,,,,,, einnig er  E60 bíll til .. gífurlega merkilegur bíll að mínu mati,, orginal E60 bíll frá Mercedes-Benz ((þessir frægu 12 stk LTD )) er með # 957 í aukahlutaskránni  sem AMG bíll ,, hefur sú tala haldist við lýði eftir að M-B keypti ráðandi hlut í AMG.. þeas ALLIR AMG bílar eru með 957 coda ,, sem segir til um að bíllinn er oem AMG

Þegar facelift uppfærsla varð á W124,, fékk 500E einnig það sama ,, og er ekki að neita því að slík andlitlyfting er fyrir mína parta ,, til mikilla bóta, bíllinn er miklu árennilegri eftir að stóra grillið hvarf

milli 93 og 94 fóru 12 LIMITED ((útfærsla af E500))  til  AMG og fengu oem 6.0 vél  með 381 ps  og 580 nm,, fanta öflugir bílar,, Ég hef aldrei verið hrifinn af LIMITED E500,, finnst leðrið afspyrnu ljótt
sérstaklega græna og rauða útfærslan ,, man eftir einum LTD bíl með svörtu leðri,, og var slíkt SÉRSTAKLEGA  tekið fram í auglýsingunni þar sem það hefur greinilega verið sérpantað . (( ath Hálfdán Gunnarsson var kominn á fremsta hlunn með að kaupa þann bíl á sínum tíma ))
margir E500E bílar fóru til AMG  af kaupendum sínum og fengu 6.0L stækkun ,, eflaust fyrir himinhátt verð,, það eru eiginlega frekar óstaðfestar fréttir hversu margir 124036 eru með E60 oem vél
Einnig voru BRABUS með 6.5 L  Carlsson og fleiri með TUNING program fyrir þessa bíla,, ,  nokkrir M120 124036 bílar eru til  ,, flestir  með oem 6.0 og aðrir með einhverja borun + stroke
en toppurinn á 124036 er án vafa M120 7.3S  580 ps og tæplega 800nm af togi frá BRABUS  ,, örfáir voru búnir til. Gríðarlega öflugir bílar ,

500E fékk fljótlega viðurnefnið ,, Koenig dem  Autobahn ,, enda feikna öflugur ,, sérlega góður ferðabíll ,, og framúrskarandi til háhraða-aksturs,,
Helsti keppinauturinn var BMW E34 M5, sem var eilítið sprækari,, 3.6 IL-6,,  veit ekki með milli hröðun og//eða eftir 180+ ,,  5 gíra kassi beinskiptur og með læstu drifi.. margfalt meira leiktæki,,
Aðrir keppinautar ,, sem voru sjaldgæfari voru LOTUS-OMEGA//Carlton og ALPINA B10 BITURBO,,en 500E átti ekki breik í þá tvo.

Eru vankantar á 124036,,,,,,, NEI,, en sumt hefði mátt fara betur..
t.d Loftkælingin,, sérstaklega AUTOKLIMA,, en það er bara lélegt,, heldur illa köldu,, einnig er loomið úr stórfurðulegu efni ,, hreinlega morknar,, með árunum  inngjafarspjalds-búnaðurinn er old-school,, og hefur bilað sami búnaður er á M120,,  Vökvastýrisdælan er ansi mögnuð.. en hún er tvöföld og stjórnar bæði stýri og hleðslujafnara ,, með tveimur mismunandi vökvum,,
þessi búnaður vill stundum leka ,,

Ég held ég geti fullyrt að það er varla til dæmisaga um óánægðan 124036 eiganda,, hef aldrei séð eitt eða neitt um slíkt,, enda er þetta TRAUM-WAGEN eins og Þjóðverjar segja um magnaða bíla
124036 er eflaust eini Mercedes-Benz bíllinn sem BMW eigendur tala um með lotningu ,,  hreinlega  undrun sætir,, ((enda ekki skrítið)) og er bíllinn iðulega nefndur HAMMER af þeim

Fullt af nýrri M-B bílum sem eru miklu öflugri,, hreinlega dofna og fölna í samanburði við 124036,,  vantar alla persónu-töfra og verða aldrei flokkaðir sem sígilt stöðutákn, meðal M-B eigenda
Eftir 1995 framleiddi  M-B varla  til alvöru bíla ,, í áratug  (( 140 er reyndar framleiddur til 1998/9 )),, Fásinnu mörg vandamál komu upp í W210 ,, eitthvað sem þekktist ekki áður fyrr (( Einn af æðstu forstjórum M-B hélt mikla lofræðu þegar W210 var opinberaður og sagði að hann hefði bara kostað 60% af hönnun W124 ))  þar kemur einnig inn sú sterka MÝTA að um 93 skiptir Mercedes um stálbirgja,, og er það staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr að eftir það ,, þá er stórmunur á efnisgæðum bílanna ,,,,,,   RYÐ varð algengt miklu fyrr en áður hafði þekkst og er þetta sérlega þekkt í 124 og 140 þar sem árgerðir frá 91-93 eru í margfalt betra ástandi upp til hópa miðað við yngri árgerðir


Hér fyrir neðan eru myndir frá Rossle Bau  ((Porsche verksmiðjan )) þar standa AUDI RS2   með 2.2 IL 5 turbo  með 220 oem .. en Porsche skilaði þeim til baka með 317 ps ,, gríðarlega quick græjur
einnig eru E500 bílar þarna .. þetta er greinilega tekið ca seint 93 eða síðar

  http://img25.imageshack.us/img25/5060/fe377639vo8.jpg


http://img25.imageshack.us/img25/2461/fe3776f3fs9.jpg


þetta er þýtt og endursagt af netinu ásamt ýmsri persónulegri vitneskju
Sveinbjörn Hrafnsson

E30 CABRIO      S38B38
ALPINA BITURBO  346 @ 507

Offline 57Chevy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 405
    • View Profile
Re: Smá ágrip af sögu 124036,, þeas 500E500
« Reply #1 on: December 31, 2009, 17:54:01 »
Takk fyrir þetta, skemtileg lesning. Hef lengi spekúlerað í þessum bílum, þetta eru algjörir sleeper vagnar. Fólk sem spáir ekki mikið í Benz heldur að þetta sé bara svona W124 famylícar og ekkert spes.

Veistu framleislutölur fyrir þessi ár sem þeir voru smíðaðir?
Guðsteinn Oddsson
57Chevy210 2door Sedan (Project on long hold)
91Ford Econoline 38" (Ferðabíll)
78 TRANS AM Platinium Grey
78 Nova Custom (Feðgaprojectið)
80 Trans Am (Project on hold)

Offline Alpina

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
    • http://www.solpallar.com
Re: Smá ágrip af sögu 124036,, þeas 500E500
« Reply #2 on: December 31, 2009, 18:11:28 »
Takk fyrir þetta, skemtileg lesning. Hef lengi spekúlerað í þessum bílum, þetta eru algjörir sleeper vagnar. Fólk sem spáir ekki mikið í Benz heldur að þetta sé bara svona W124 famylícar og ekkert spes.

Veistu framleislutölur fyrir þessi ár sem þeir voru smíðaðir?

Það er  rúmlega 10.000
Sveinbjörn Hrafnsson

E30 CABRIO      S38B38
ALPINA BITURBO  346 @ 507

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Re: Smá ágrip af sögu 124036,, þeas 500E500
« Reply #3 on: December 31, 2009, 21:18:49 »
Góð samantekt og skemtileg lesning  =D>
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline Alpina

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
    • http://www.solpallar.com
Re: Smá ágrip af sögu 124036,, þeas 500E500
« Reply #4 on: January 01, 2010, 15:25:33 »
Góð samantekt og skemtileg lesning  =D>

Takk fyrir    :smt024
Sveinbjörn Hrafnsson

E30 CABRIO      S38B38
ALPINA BITURBO  346 @ 507

Offline hjalti_gto

  • In the pit
  • **
  • Posts: 88
    • View Profile
Re: Smá ágrip af sögu 124036,, þeas 500E500
« Reply #5 on: January 04, 2010, 22:10:40 »
Mjög gaman að lesa þetta! Drullu flottir bílar líka
1979 Chevy VAN g20 sukkari
1985 Chevy Stepside 44"
1986 Chevy k1500
1986 GMC SierraClassic 38" " Bangsinn"
1995 MMC 3000GT VR4 Twin Turbo
2001 BMW 750i 5.4L  V12