Það er einn kit bíll (eða var) bakvið smiðju eða slökkvistöðina á Ólafsfirði. Minnir samt að sá bíll hafi aldrei verið kláraður á sínum tíma.
Svo man ég eftir einum gömlum "Ford" (minnir mig) í smíðum, var held ég sprautaður fjólublár, veit ekki hvort að það sé sá sami og er minnst á hér fyrir ofan. En hann var í smíðum uppá höfða í einhverju verkstæðinu sem er bakatil fyrir neðan Húsgagnahöllina, held að ég sé að fara með rétt mál.
Hér fyrir ofan var einnig minnst á Ferrari kit bíl, en eru þeir ekki tveir?
Einn gamall sem var lengi vel hjá Impedus (sem var og hét) í Kópavogi og svo einn með Testarosa útlitinu?..