Author Topic: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro  (Read 8539 times)

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« on: December 09, 2009, 23:11:07 »
Held að þesi hafi aldrei fengið sinn eigin þráð.















« Last Edit: December 10, 2009, 00:52:33 by Anton Ólafsson »

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #1 on: December 09, 2009, 23:19:59 »
Það er nú aldeilis búið að ræða um þennan Camaro enda er hann eiginlega "frægasti Camaro Íslands"
Gunnar Ævarsson

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #2 on: December 12, 2009, 22:24:21 »
Kominn til USA
« Last Edit: December 12, 2009, 22:31:03 by Harry »
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #3 on: December 13, 2009, 19:34:07 »
usssssssss góður :shock: =D> sérðu ekki smá eftir honum :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline 348ci SS

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 353
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #4 on: December 14, 2009, 03:13:27 »
af hverju hann fara til usa?  :roll:
Hallbjörn Freyr.
Ford Crown Victoria glasstop 56' Nr. 601 af 603 framleiddum
Chevrolet 3rd Gen Camaro z28 84' gera upp frá A-Ö

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #5 on: December 14, 2009, 09:13:34 »
nú það er svona þegar þér er boðið fullt af $$$$$$$$$$$  :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #6 on: December 14, 2009, 10:56:04 »
Var þessi ekki eitthvða rosalega merkilegur?
Hvað var það aftur sem var svona spes?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #7 on: December 14, 2009, 12:34:01 »
Var hann ekki með Baldvin Motion comboinu :?:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #8 on: December 14, 2009, 13:31:47 »
Málið er að Baldvin-Motion samvinnan byrjaði með 1968 Baldvin-Motion 427 Camaro en það var bíll frá Baldvin Chevy umboðinu með vél frá Joel Rosel sem átti Motion fyrirtækinu.
Síðan vatt þetta samstarf aðeins upp á sig og "frægastir" af þessum bílum urðu 1970-1973 Camaroarnir með 454 sem voru upphaflega Z-28 en skift um vél hjá umboðinu og síðan sett á þá spoiler, L88 húddskóp og Baldvin-Motion rendurnar og hægt var að fá þessa bíla í þremur kraftaútgáfum (Phase I-III) og segir sagan að Joel Rosen, Motion eigandinn, hafi sagt að ef þessir Motion Camaro færu ekki kvartmíluna undir 12 sek. gætu eigendurnir fengið þá endurgreidda.

Víkur nú sögunni til Íslands, en Örvar flytur inn, ef ég man rétt, Harry leiðréttir mig þá, nýjan 1970 RS Camaro með standard 350 og 4 gíra, og er sá bíll þannig í áratug.
Þar sem Örvar hafði kynnst Joel Rosel, keypti Örvar 454 vél frá Motion og græjar bílinn öflugan fyrir kvartmílu og fær síðan uppáskrifað frá Joel um að þetta sé "orginal" Motion bíl.

Síðan fréttist það út til USA að hér sé Motion bíll og er hann seldur þangað og vekur athygli þar og Harry kaupir síðan 69 Yenco clone Camaro.

En mér finnst að þarna sé farið aðeins í kring um hlutina því þessi "Motion" Camaro var ekki upphaflega græjaður sem slíkur með því sem fylgdi og í mínum huga er þessi bíll eiginlega "Motion clone" og hef ég heyrt tal um að þarna hafi alvöru Motion verið seldur fyrir of lítið út úr landi en því er ég ekki sammála og mitt álit er að þar hafi góður bíll farið út og í staðinn hafi komið betri og merkilegri bíll.

Þetta væri svipað og Harry hefði farið áratugum síðar og beðið Don Yenko um að skrifa upp á að sinn 69 clone væri "alvöru" Yenko en þar voru bara framleiddir viss margir og því verður ekki breytt.

Hérna er mynd af "alvöru" Baldwin-Motion Camaro
« Last Edit: December 14, 2009, 13:34:38 by GunniCamaro »
Gunnar Ævarsson

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #9 on: December 14, 2009, 14:02:14 »
sæll Gunni.
   Nú ferðu aðeins frjálslega með staðreyndir.  Joel Rosen og Jeffrey Baker (verkstæðisformaður hjá Motion) komu hér og settu þetta saman eftir Motion uppskrift með Dana 60 hásingu og Pro smíðuðum Fjórgírara og settu styrkingar aðra gorma og dempara þannig að þetta var nú MOTION bíll og sennilega merkilegri fyrir það að hann var settur saman á íslandi...  það er er ekki Hvar hlutirnir eru gerðir heldur af hverjum og með hverju..
þetta er því Motion bíll, hvað sem raular og tautar....  Hvort að það er betra að eiga breittan Camaró frá jenko, motion, eða Stjána Skjól. verða menn bara að gera upp við sig.... og markaðurinn ræður og því er Motion merkilegra en Mr. Skjóldal í bili að minnsta kosti.
Valur Vífilss frv. starfsmaður Motion ;-)   
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #10 on: December 14, 2009, 14:58:55 »
sæll Gunni.
   Nú ferðu aðeins frjálslega með staðreyndir.  Joel Rosen og Jeffrey Baker (verkstæðisformaður hjá Motion) komu hér og settu þetta saman eftir Motion uppskrift með Dana 60 hásingu og Pro smíðuðum Fjórgírara og settu styrkingar aðra gorma og dempara þannig að þetta var nú MOTION bíll og sennilega merkilegri fyrir það að hann var settur saman á íslandi...  það er er ekki Hvar hlutirnir eru gerðir heldur af hverjum og með hverju..
þetta er því Motion bíll, hvað sem raular og tautar....  Hvort að það er betra að eiga breittan Camaró frá jenko, motion, eða Stjána Skjól. verða menn bara að gera upp við sig.... og markaðurinn ræður og því er Motion merkilegra en Mr. Skjóldal í bili að minnsta kosti.
Valur Vífilss frv. starfsmaður Motion ;-)   

Amen :mrgreen:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #11 on: December 14, 2009, 15:08:29 »
Takk fyrir að leiðrétta mig Valur, ég var búinn að gleyma að þú veist allt um þennan bíl, en málið er að "frægustu" Motion bílarnir voru þessir umræddu Baldwin-Motion sem þessi er ekki og eftir lýsingu þinni að dæma var þessi eiginlega meira kvartmílubíll heldur en götubíll en ég skal kyngja því að þetta hafi verið svona "Iceland-Motion Camaro 10 years later"

P.S. fyrst þú ert fyrrverandi starfsmaður Motion er hægt að fá svona "Semi-Motion" uppáskrift hjá þér ?  :D
Gunnar Ævarsson

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #12 on: December 14, 2009, 15:42:25 »
sæll.
  þú gætir fengið svona "FORWARD MOTION" uppáskrift gegn vægu gjaldi... ekki veitir þér nú af.... og talandi um þig ef "góðir hlutir gerast hægt" á við, skelfilega verður þinn þá góður......
Valur Vífilss enn á "hreyfingu"
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #13 on: December 14, 2009, 16:28:21 »
sæll Gunni.
   Nú ferðu aðeins frjálslega með staðreyndir.  Joel Rosen og Jeffrey Baker (verkstæðisformaður hjá Motion) komu hér og settu þetta saman eftir Motion uppskrift með Dana 60 hásingu og Pro smíðuðum Fjórgírara og settu styrkingar aðra gorma og dempara þannig að þetta var nú MOTION bíll og sennilega merkilegri fyrir það að hann var settur saman á íslandi...  það er er ekki Hvar hlutirnir eru gerðir heldur af hverjum og með hverju..
þetta er því Motion bíll, hvað sem raular og tautar....  Hvort að það er betra að eiga breittan Camaró frá jenko, motion, eða Stjána Skjól. verða menn bara að gera upp við sig.... og markaðurinn ræður og því er Motion merkilegra en Mr. Skjóldal í bili að minnsta kosti.
Valur Vífilss frv. starfsmaður Motion ;-)   
X2
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #14 on: December 14, 2009, 21:39:49 »
Já þetta er rétt hjá Val... Þetta var gert í næsta bili við mig þ.s. ég var með skúr. Synd að þessi sögufrægi bíll skuli vera farin af landi brott. Ég er ekki sammála Gunna með að merkilegri bíll hafi komið í staðin.

Jónas Garðars. kunningi minn átti '71 bíl sem var sett svipað vélarkram í, vélin kom frá Motion.. samskonar mótor og var í bílnum hjá Örvari og Jónasi stóð til boða að skrá bílinn sinn sem Motion bíl en aldrei varð neitt úr því.

PS. Var mikill aðdáandi bílsins hans Örvars. Sat í bílnum fyrir og eftir breytingu. Glæsilegur bíll í alla staði.  :-({|=

Hérna er video af bílnum í síðustu ferðinni upp á braut.
http://www.youtube.com/watch?v=-R8xNqjc8N8
Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #15 on: December 15, 2009, 00:24:09 »
Ég neita því ekki að þessi bíll var og er merkilegur en ég var aðallega að vísa í þennan samanburð við Baldwin-Motion bílana sem mjög sjaldgæfir og öflugir á þeim tíma.
Svo finnst mér fast skotið frá Val Vífils, ég man ekki betur en að Valur hafi hætt um svipaðan tíma í mílunni og ég og ekki hef ég orðið var við að hann væri farinn að keppa eða keyra, hann ætti kannski að skrifa upp á "Forward motion" fyrir sig líka, það er kannski eitthvað ægilegt "á hreyfingu" í skúrnum hjá Val sem birtist kannski á næsta ári ?

Og jú, það er eitthvað að "hreyfast" inni í skúr hjá mér, kannski verð ég á undan Vali með "skelfilega gott " á götuna.
Kveðja
Gunni hægfari
Gunnar Ævarsson

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #16 on: December 15, 2009, 22:26:34 »
Ég neita því ekki að þessi bíll var og er merkilegur en ég var aðallega að vísa í þennan samanburð við Baldwin-Motion bílana sem mjög sjaldgæfir og öflugir á þeim tíma.
Svo finnst mér fast skotið frá Val Vífils, ég man ekki betur en að Valur hafi hætt um svipaðan tíma í mílunni og ég og ekki hef ég orðið var við að hann væri farinn að keppa eða keyra, hann ætti kannski að skrifa upp á "Forward motion" fyrir sig líka, það er kannski eitthvað ægilegt "á hreyfingu" í skúrnum hjá Val sem birtist kannski á næsta ári ?

Og jú, það er eitthvað að "hreyfast" inni í skúr hjá mér, kannski verð ég á undan Vali með "skelfilega gott " á götuna.
Kveðja
Gunni hægfari
Flottur Gunni ekki að láta þessa kalla vaða yfir sig.... :lol:

Kv ÓE
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #17 on: December 15, 2009, 22:43:10 »
Hann getur ekki hafa verið óbreyttur í 10 ár, er þessi mynd ekki síðan júní 1975(stofn-akstur kk)

Þarna er hann kominn í Motion-búninginn sýnist mér. (þarna er hann með vinyl, man ekki eftir honum svoleiðis)

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #18 on: December 16, 2009, 09:46:37 »
Þessi bíll virðist hafa gengið í gegnum ýmis umskipti og þarna á myndinni er hann kominn með SS merki en það sem ég meinti með 10 árin er að honum var breytt í Motion eftir að hann hafði verið hér í um áratug, ég veit að vinur minn Valur Vífils lætur mig heyra það ef ég fer rangt með þetta, hann er duglegur að skamma mig  [-X á hliðarlínunni  :D.
Svo ryfjaðist upp fyrir mér að eftir að bíllinn var kominn til USA, las ég í USA bílablaði, upptalningu á mjög merkilegum bílum sem áttu að vera á einhverri bílasýningu og þar var skrifað að á sýningunni yrði meðal annars : "newfound Motion Camaro from Iceland" þannig að ég sé að þetta er víst alvöru Motion bíll og þá í raun sá merkilegasti sem hefur verið hér.

P.S. Valur, það væri gaman að heyra um þegar þú varst að vinna hjá Motion, hvað þessir kallar voru að bralla.
« Last Edit: December 16, 2009, 09:51:43 by GunniCamaro »
Gunnar Ævarsson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
« Reply #19 on: December 16, 2009, 12:40:02 »
Þú tekur það svolítið persónulega ef einhver leiðréttir þig í camaro fræðum er það ekki? :D

En var ekki Guðmundur að benda á það að þarna sé búið að breyta bílnum á mynd sem er sennilega tekin '75 og þar sem bíllinn er '70 árgerð þá gangi dæmið ekki upp?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is