Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro

<< < (2/5) > >>

Kristján Skjóldal:
nú það er svona þegar þér er boðið fullt af $$$$$$$$$$$  :D

Dodge:
Var þessi ekki eitthvða rosalega merkilegur?
Hvað var það aftur sem var svona spes?

Ramcharger:
Var hann ekki með Baldvin Motion comboinu :?:

GunniCamaro:
Málið er að Baldvin-Motion samvinnan byrjaði með 1968 Baldvin-Motion 427 Camaro en það var bíll frá Baldvin Chevy umboðinu með vél frá Joel Rosel sem átti Motion fyrirtækinu.
Síðan vatt þetta samstarf aðeins upp á sig og "frægastir" af þessum bílum urðu 1970-1973 Camaroarnir með 454 sem voru upphaflega Z-28 en skift um vél hjá umboðinu og síðan sett á þá spoiler, L88 húddskóp og Baldvin-Motion rendurnar og hægt var að fá þessa bíla í þremur kraftaútgáfum (Phase I-III) og segir sagan að Joel Rosen, Motion eigandinn, hafi sagt að ef þessir Motion Camaro færu ekki kvartmíluna undir 12 sek. gætu eigendurnir fengið þá endurgreidda.

Víkur nú sögunni til Íslands, en Örvar flytur inn, ef ég man rétt, Harry leiðréttir mig þá, nýjan 1970 RS Camaro með standard 350 og 4 gíra, og er sá bíll þannig í áratug.
Þar sem Örvar hafði kynnst Joel Rosel, keypti Örvar 454 vél frá Motion og græjar bílinn öflugan fyrir kvartmílu og fær síðan uppáskrifað frá Joel um að þetta sé "orginal" Motion bíl.

Síðan fréttist það út til USA að hér sé Motion bíll og er hann seldur þangað og vekur athygli þar og Harry kaupir síðan 69 Yenco clone Camaro.

En mér finnst að þarna sé farið aðeins í kring um hlutina því þessi "Motion" Camaro var ekki upphaflega græjaður sem slíkur með því sem fylgdi og í mínum huga er þessi bíll eiginlega "Motion clone" og hef ég heyrt tal um að þarna hafi alvöru Motion verið seldur fyrir of lítið út úr landi en því er ég ekki sammála og mitt álit er að þar hafi góður bíll farið út og í staðinn hafi komið betri og merkilegri bíll.

Þetta væri svipað og Harry hefði farið áratugum síðar og beðið Don Yenko um að skrifa upp á að sinn 69 clone væri "alvöru" Yenko en þar voru bara framleiddir viss margir og því verður ekki breytt.

Hérna er mynd af "alvöru" Baldwin-Motion Camaro

eva racing:
sæll Gunni.
   Nú ferðu aðeins frjálslega með staðreyndir.  Joel Rosen og Jeffrey Baker (verkstæðisformaður hjá Motion) komu hér og settu þetta saman eftir Motion uppskrift með Dana 60 hásingu og Pro smíðuðum Fjórgírara og settu styrkingar aðra gorma og dempara þannig að þetta var nú MOTION bíll og sennilega merkilegri fyrir það að hann var settur saman á íslandi...  það er er ekki Hvar hlutirnir eru gerðir heldur af hverjum og með hverju..
þetta er því Motion bíll, hvað sem raular og tautar....  Hvort að það er betra að eiga breittan Camaró frá jenko, motion, eða Stjána Skjól. verða menn bara að gera upp við sig.... og markaðurinn ræður og því er Motion merkilegra en Mr. Skjóldal í bili að minnsta kosti.
Valur Vífilss frv. starfsmaður Motion ;-)   

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version