Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Bíll dagsins 9des. 2009 Camaro
GunniCamaro:
Ég neita því ekki að þessi bíll var og er merkilegur en ég var aðallega að vísa í þennan samanburð við Baldwin-Motion bílana sem mjög sjaldgæfir og öflugir á þeim tíma.
Svo finnst mér fast skotið frá Val Vífils, ég man ekki betur en að Valur hafi hætt um svipaðan tíma í mílunni og ég og ekki hef ég orðið var við að hann væri farinn að keppa eða keyra, hann ætti kannski að skrifa upp á "Forward motion" fyrir sig líka, það er kannski eitthvað ægilegt "á hreyfingu" í skúrnum hjá Val sem birtist kannski á næsta ári ?
Og jú, það er eitthvað að "hreyfast" inni í skúr hjá mér, kannski verð ég á undan Vali með "skelfilega gott " á götuna.
Kveðja
Gunni hægfari
ÓE:
--- Quote from: GunniCamaro on December 15, 2009, 00:24:09 ---Ég neita því ekki að þessi bíll var og er merkilegur en ég var aðallega að vísa í þennan samanburð við Baldwin-Motion bílana sem mjög sjaldgæfir og öflugir á þeim tíma.
Svo finnst mér fast skotið frá Val Vífils, ég man ekki betur en að Valur hafi hætt um svipaðan tíma í mílunni og ég og ekki hef ég orðið var við að hann væri farinn að keppa eða keyra, hann ætti kannski að skrifa upp á "Forward motion" fyrir sig líka, það er kannski eitthvað ægilegt "á hreyfingu" í skúrnum hjá Val sem birtist kannski á næsta ári ?
Og jú, það er eitthvað að "hreyfast" inni í skúr hjá mér, kannski verð ég á undan Vali með "skelfilega gott " á götuna.
Kveðja
Gunni hægfari
--- End quote ---
Flottur Gunni ekki að láta þessa kalla vaða yfir sig.... :lol:
Kv ÓE
Guðmundur Björnsson:
Hann getur ekki hafa verið óbreyttur í 10 ár, er þessi mynd ekki síðan júní 1975(stofn-akstur kk)
Þarna er hann kominn í Motion-búninginn sýnist mér. (þarna er hann með vinyl, man ekki eftir honum svoleiðis)
GunniCamaro:
Þessi bíll virðist hafa gengið í gegnum ýmis umskipti og þarna á myndinni er hann kominn með SS merki en það sem ég meinti með 10 árin er að honum var breytt í Motion eftir að hann hafði verið hér í um áratug, ég veit að vinur minn Valur Vífils lætur mig heyra það ef ég fer rangt með þetta, hann er duglegur að skamma mig [-X á hliðarlínunni :D.
Svo ryfjaðist upp fyrir mér að eftir að bíllinn var kominn til USA, las ég í USA bílablaði, upptalningu á mjög merkilegum bílum sem áttu að vera á einhverri bílasýningu og þar var skrifað að á sýningunni yrði meðal annars : "newfound Motion Camaro from Iceland" þannig að ég sé að þetta er víst alvöru Motion bíll og þá í raun sá merkilegasti sem hefur verið hér.
P.S. Valur, það væri gaman að heyra um þegar þú varst að vinna hjá Motion, hvað þessir kallar voru að bralla.
Dodge:
Þú tekur það svolítið persónulega ef einhver leiðréttir þig í camaro fræðum er það ekki? :D
En var ekki Guðmundur að benda á það að þarna sé búið að breyta bílnum á mynd sem er sennilega tekin '75 og þar sem bíllinn er '70 árgerð þá gangi dæmið ekki upp?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version