Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1971 Chevelle Malibu í uppgerð

<< < (2/11) > >>

arnarpuki:
Flottur !

Ramcharger:

--- Quote from: Stefán Hjalti on December 07, 2009, 13:01:23 ---Jæja þá er komið að því að skella inn mynd af þessu eilífðarverkefni hjá mér. Þennan bíl hef ég átt síðan 1985 var þá með 350 mótor sem var í honum fram að úrbræðslu 1989. þá fór í hann vel heit 327 vél (sem áður var í Camaro 1969 sem er enn í eigu Svavars Prentara átti þar bestan tíma 11,98). Ók honum síðast undir eigin vélarafli 1989. Síðan þá hefur hann verið í geymslu að mestu leiti, þó náð að vinna í honum annars lagið í gegnum árin og verið að sanka að mér hlutum í hann. Það var svo fyrir rúmu tveimur árum síðan sem Maggi Magg tók hann fyrir mig og skipti um afturbrettin og fleirir stykki sem ég hafði áður sankað að mér, auk þess ryðbætti Maggi það sem uppá vantaði. Aftur fór bíllinn í pásu. Það var svo í kjölfar fjármálahrunsins fyrir ári síðan sem það hægðist um í vinnunni og maður fékk loksins lausan frítíma. Þannig að síðasta árið hef ég verið að vinna í kraminu eins og sjá má og það að mestu tilbúið. Ég var búinn að forvinna mikið af þessu áður, Mótorinn 468 ci var keyptur í pörtum c.a. 1994 og Hannibal setti hann saman fyrir mig þá. Fjöðrunarkerfi og stýrisgangur var endurnýjaður c.a. 1995. Síðan var þetta allt saman rifði úr honum í sumar og grindin sandblásin, löguð, grófspörsluð og sprautuð, ég sá um lagfæringar á grind og spörslun en Kalli sprautaði grindina. Nú er motorinn kominn í og M22 kassi. Hásingin er GM hásing Pontiac/Olds 9,3" drif og 5:13 hlutfall, var áður í 1966 Chevellunni sem Fribbi var með. Búið er að mála framenda og skott í Hugger Orange en Páll (AMC) sprautaði það c.a. 1996. Strefnt á að mála boddíið fyrir sumarið.

--- End quote ---

Blessaður gamli ven.

Já þessi á eftir að verða flottur 8-)
Þarf endilega að fara koma og skoða þetta hjá þér.
Það verður ekki leiðinlegt að hræa í grjótmyljaranum (M-22)
og með þessa rellu fyrir framan 8-)

Stefán Hjalti:
Ég skal koma inn fleiri myndum, verst hvað ég gleymi oft að taka myndir af þessu.

Ég þurfti að líta tvisvar á myndina af þessum bláa til að fullvissa mig um að sá væri ekki minn bíll. Liturinn sem var á mínum síðast er ansi líkur þessum. Kanski ég skanni inn mynd frá þeim tíma.

Þarna má einnig sjá bílinn hjá Halldóri í veltigálganum hans Þrastar (er það ekki annars rétt hjá mér), vita menn nokkuð um veltigalga sem hægt væri að fá lánaðann.

Andrés, sæll og blessaður. Væri ekki upplagt að þú dragir þá Magga með.

ltd70:
Væri gaman að sjá myndir :D

348ci SS:
þessi verður orðin flottur þegar hann buið með hana  8-) 8-)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version