Author Topic: Sárvantar ráðleggingar v/tuning  (Read 3726 times)

Offline Siggi Helgi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 82
  • Corvette 84
    • View Profile
Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« on: November 09, 2009, 12:59:01 »
Sælir(ar)
Mér vantar góðar ráðleggingar varðandi smávægilega tjúningu á 350.sbc 2ja bolta cross-fire injecion sem er í 84árg C4 vettu
Hún er ekki nema 205hp  :-( Mér langar í ca 300-350hp Ég geri ráð fyrir því að cross-fire fari úr honum. Hvernig myndi þið setja þetta upp? má kosta í kring um 100þús

fyrir fram þökk
kv Siggi
Sigurður Helgi Jónsson  (Njarðvík)
s:847-7266
------------------------
Corvette "84 383-stroker

Offline Siggi Helgi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 82
  • Corvette 84
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #1 on: November 10, 2009, 23:25:55 »
Þarf ég að skipta út heddunum  :?: Hvaða hedd ætti ég að fá mér þá  :?: og hvernig knastás  :?: og fara í carb  :?: spyr sem ekki veit!!!!!!!! :-k
Sigurður Helgi Jónsson  (Njarðvík)
s:847-7266
------------------------
Corvette "84 383-stroker

Offline KiddiÓlafs

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 303
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #2 on: November 12, 2009, 17:17:01 »
veit ekki mikið en held að þetta fari aðeins yfir 100.þus... þarf líklega að skipta um stimpla,stangir.. og heitari ás, stærri carb..ná henni í svona 5500rpm
Kristfinnur ólafsson

Offline Siggi Helgi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 82
  • Corvette 84
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #3 on: November 12, 2009, 23:06:36 »
Sæll og þakka þér fyrir innleggið. Heldurðu að það þurfi að skipta um stimpla og stangir???  Ég er ekki svo viss um það,en það getur vel verið. Mótorinn er í góðu lagi,dettur í gang og malar flott. En er ekki bara ein leið til að komast að því og þjöppumæla hann?Hvað ætli þessi mótor ætti að þjappa l83.  Ég var að velta fyrir mér hvort ég fengi ekki töluvert sprækari mótor með því að fá mér vel flæðandi hedd,volgan ás og blöndung, veit bara ekki hvernig hedd, hvað stór intake og outake og lift, og hvaða hedd passa á þennan mótor. Ég er ekki með mikla reynslu í amerískum mótorum þó svo ég treysti mér alveg til þess að setja þetta dót allt saman. Svo er það ásinn,hversu volgur ætti hann að vera? Og blöndungurinn,hvaða týpa ætti það að vera? Þarf ég kannski líka öflugri olíudælu og bensíndælu?

nóg í bili.

kv Siggi
Sigurður Helgi Jónsson  (Njarðvík)
s:847-7266
------------------------
Corvette "84 383-stroker

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #4 on: November 13, 2009, 01:11:32 »
Ég er nú enginn sérfræðingur um tjúningar og var að vona að einhver mér fróðari myndi stíga fram.

Mér skilst að L83 hafi verið með 9:1 í þjöppu, sem er nú ekki alveg afleitt.  Fáir hafa nennt að notast við Cross Fire Injection (köllu Cease Fire Injection) og hafa notað blandara.

Kannski ekki hægt að gera mikið fyrir 100 þúsund, álhedd eru örugglega dýrari (og pottþétt ef þau koma að utan).  Spurning með hedd með aðeins minna sprengirými til að hækka þjöppuna eitthvað (geri ráð fyrir að hún sé ekki mikil).  Meira að segja Vortec heddin fara langt framúr verðmiðinu.

En miðað við 100 þús. þá er ekkert annað en að ná sér í ódýr hedd sem hækka þjöppuna eitthvað og eru ekki með of litlum ventlum (spurning með hedd af 305, voru sum þokkaleg), ekkert alltof stóran blandara (650-750) og dual plane ál millihedd (skemmtilegt á götunni).  Já, og auðvitað þarf að velja knastás miðað við það sem þú ætlar að nota bílin og sem passar við heldar kombóið (lítið vit í að vera með ás sem vinnur á 4000-8000 rpm en er steingeldur þar fyrir neðan ef þetta er götubíll). 

Svo er spurning hvort að það liggi TPI innspíting á lausu, þær vinna vel neðarlega á snúningsvæginu og rífa bílana þokkalega áfram (en ef þú ætlar að snúa mikið meira en 4800 þá þarftu að gera ráðstafanir).

En þetta endar ekki hér, þú þarft þá helst að vera með túrbínu í skiptingunni sem er miðuð við heildar kombóið (uppsetning á vél, þyngd bíls og hlutföll).  Það hefur reynst mér vel að hafa samband við tæknimenn þeirra fyrirtækja í USA sem ég hef skipt við, leggja spilin á borðið (hvernig allt sem snýr að bíl og væntanlegri notkun hans er) og fá ráðleggingar þeirra.

Þannig að það er kannski ekkert einfallt svar við þessu, það leynast samt örugglega mjög fróðir menn hér sem hafa náð helling af hrossum útúr 350 fyrir lítið með notuðum pörtum og vonandi munu þeir ausa úr skálum visku sinnar :)
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #5 on: November 13, 2009, 10:14:09 »
Þetta hefur maður aldrey séð áður, talað um að ná vélinni uppí 5500rpm :) hversu slök var hún þá fyrir :D

Ef þú ert alveg skít blankur þá er það minnsta og ódýrasta sem þú gætir gert sem skilar einhverjum teljandi árangri að kaupa pakkningarsett og knastás (eitthvað á bilinu 270 - 290°) hefla af heddunum til að ná þjöppunni í ca 10:1 og splæsa í millihedd og ca 700 til 750 cfm holley double pumper. og kannski porta heddin og milliheddið lítillega, allavega gasket match og kannski hreinsa úr þeim helstu steypugalla.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline KiddiÓlafs

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 303
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #6 on: November 13, 2009, 13:48:20 »
með fullri virðingu... en ertu ekki farinn að tala um aðeins meira en 300-350 hestöfl með svona framkvæmdum  :-k
Kristfinnur ólafsson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #7 on: November 13, 2009, 15:56:09 »
Ég? nei... 350 alveg max.

Þið verðið að athuga að helmingurinn af 350 hö vélunum á þessu skeri eru bara 250 - 300 í besta falli..
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #8 on: November 13, 2009, 19:30:47 »
Ég? nei... 350 alveg max.

Þið verðið að athuga að helmingurinn af 350 hö vélunum á þessu skeri eru bara 250 - 300 í besta falli..

LOL  :D
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Siggi Helgi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 82
  • Corvette 84
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #9 on: November 15, 2009, 23:05:11 »
Frábært.....takk kærlega fyrir góðar upplýsingar :smt023 Ég fæ kannski að kasta á ykkur nokkrum spurningum þegar ég er komin með hedd og ás í sigtið. :spol:

kv Siggi
Sigurður Helgi Jónsson  (Njarðvík)
s:847-7266
------------------------
Corvette "84 383-stroker

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #10 on: November 16, 2009, 16:08:20 »
Já og eitt í sambandi við millihedd, kæmi mér ekki á óvart að þú verðir að taka tillit til hæðar húddsins þegar það er valið (nema þú ætlir að skipta um húdd).
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Siggi Helgi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 82
  • Corvette 84
    • View Profile
Re: Sárvantar ráðleggingar v/tuning
« Reply #11 on: November 21, 2009, 09:08:03 »
Sælir

Ég keypti mér bara nýjan 383 sem var auglýstur hér fyrir stuttu  \:D/ aðeins dýrari en ég hafði hugsað mér í tjúningu en "what the hell"  :spol:
Ég þakka þeim sem lögðu innlegg á þennan þráð  :) En þá er spurningin með skiptinguna 700R4. Ég þarf að taka hana upp á borð því hún heggur í 3ja gír, spurning hvernig ég styrki hana  :?: Mótorinn er ca 400hp
Sigurður Helgi Jónsson  (Njarðvík)
s:847-7266
------------------------
Corvette "84 383-stroker