Author Topic: Stöndum saman  (Read 2342 times)

Offline Arni87

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 45
    • View Profile
Stöndum saman
« on: November 06, 2009, 16:33:54 »
Nú eru sjálfboðaliðar Björgunarsveitanna að selja Neyðarkallinn og hvet ég alla til að gera sér ferð og kaupa eins og einn kall.
Þetta frábæra fólk er tilbúið að koma þér og þínum til hjálpar þegar neiðin er stæst og ógn steðjar að, þótt þeir þekki þig ekki.
Björgunarsveitirnar fara út í öllum veðrum á sjó, til fjalla eða upp á húsþak hjá þér þegar þú þarft á þeirra að stoð að halda.
Nú þurfa Björgunarsveitirnar á okkar hjálp að halda og skulum við standa saman.
Hver Neyðarkarl skiptir máli.
Það er dýrt að reka bátaflotann, jeppaflotann og öll önnur tæki sem þessar sveitir stórar sem smáar reka og halda úti allt árið fyrir okkur.
Báturinn heima hefur þurft að fara á 6 árum í 36 útköll að bjarga mannslífum svo þörfin er raunveruleg.

Þú gætir verið næstur.
Eða einhver sem stendur þér nærri.
Hver veit??

STÖNDUM SAMAN.
KAUPUM NEYÐARKARLINN.

Baráttukveðjur
Árni F

AlliBird

  • Guest
Re: Stöndum saman
« Reply #1 on: November 08, 2009, 01:39:42 »
Já, ég er einmitt að spá í að rúlla norður Sprengisand á T-Bird núna í byrjun Desember svo það er gott að vita að þið eruð til taks ef kjeðjurnar slitna eða eitthvað . . .  :wink:

Nei, bara djók,  gott málefni.
Búinn að kaupa einn neyðarkall.