Nú þú viðurkenndir sjálfur að hafa keppt í GF flokki í sömu keppni sjálfur þó að þú hafir vitað að bílinn þinn var ekki löglegur ?
Hvernig kemur þetta heim og saman, síðan segir þú annar staðar að það sé í lagi að vera ólöglegur ef maður er bara í flokknum til að fylla upp í hann ? Stjáni ekki bulla svona mikið
Reyndu síðan að finna út úr því af hverju allir Pro Mod bílar fara reglulega í grindaruppfærslur út í hinum stóra heimi (chassis shop's) ? Skildi það nokkuð vera vegna þess að reglur um grindarstrúktur sem við eigum að fara eftir samkvæmt NHRA/IHRA/FIA hafa verið að breytast reglulega undan farin ár. Stórar breytingar t.d. 2003 og 2005 en þú keyrir alltaf á sama 15-20 ára gamla Pro Mod bílnum og heldur í einfeldni þinni að hann standist nútíma kröfur í öryggisreglum. Elsku karlinn hann er löngu orðinn úreltur og gæti hvergi keppt, jú nema kannski á Íslandi þar sem enginn flokkaskoðun fer fram.
Stjáni keyptu þér nú SFi staðlana fyrir þessa bíla og mættu með hann löglegan næsta sumar, þú hefur allan veturinn fyrir þér að finna út úr þessu, sjáumst í pittinum næsta sumar. Og mundu að það borgar sig ekki að kasta steinum úr glerhúsi þegar að menn er sjáfir með allt á hælunum.