Sem betur fer er ég svo blautur á bak við eyrun í þessum félagsskap að ég hef ekki kynnst þessarri hlið sjálfur þ.e. óvildinni manna á milli og regluþrasinu í ofanálag.
Ég hef mjög gaman að koma upp á braut og keyra en hef ekki verið að velta reglunum mikið fyrir mér þ.e. hvar í flokki minn bíll er - fylgi því sem mér er sagt að gera þegar upp á braut er komið. En miðað við umræðuna hér sl. vikur sýnist mér ekki vanþörf á hreinsa vel út andrúmsloftið í klúbbnum með forþjöppu og 5" pústi.
Hvaða vit er t.d. að klúbburinn hafi regluverk sem ekki er farið er eftir? Mér finnst ekki hægt að afsaka það með því að það fáist enginn til þess að framfylgja reglunum og þá er ég ekki bara að tala um sjálfboðaliða KK heldur líka keppendur.
Einfaldara regluverk er auðveldara í framkvæmd.
"Keep it simple, stupid" finnst mér eiga vel við og til þess fallið að þannig geti félagsmenn haft enn meira gaman af sportinu en áður - og það saman.
Nóg í bili...