Ég hef hingað til notað hlussu geymi (110ah) í Transaminn en hann hefur enganveginn passað í bakkann. Nú langar mig til að láta þetta líta betur út og vil setja geymi sem passar í bakkann og er búinn að verða mér úti um kapla fyrir hliðarpóla. Ég fór í Rafgeymasöluna í Hafnarfirði (kaupi nú yfirleitt ekki geyma annarsstaðar....) og eini geymirinn sem passar í bakkann er 60ah en bakkinn er rétt um 24 cm á lengd. 80ah geymir er 25 cm svo það er spurning hvort maður geti massað þetta aðeins til til að koma honum fyrir.
Hvernig er reynslan að vera með svona litla geyma við sbc? Bíllinn er nú bara sumar rúntari (verður ekki notaður á vetrum) og er með Mini startara.
kv. Jón H.