Hæ þið, ég var á ferðalagi í gær og lá leiðin frá Mývatnssveit og til Þórshafnar, sem er svosem ekkert frásögu færandi á þessu spjalli hér nema að því leitinu til að þegar ég (og þau sem voru með í för) komum að Vopnafirði að þá stóð rauðleitur, 4 dyra Plymouth Belverdere (mig minnir að númerið á honum hafi verið S-115 og á að giska 66-68 árg) við fyrsta húsið sem maður kemur að í þéttbýlinu -þ.e. sé maður að koma frá Mýv. eða Egilsst.
Því miður var leiðinlega mikið myrkur og ég á hraðferð til þess að geta gefið mér tíma til að stoppa, skoða og mynda.
Mig langar til að forvitnast hvort það er e-r spjallverji hér sem gæti frætt mig um þennan bíl. Myndir og allar uppl. sem best þegnar.
MývatnsveitarMoparkveðja
Ottó P