Author Topic: MOPAR á Vopnafirði  (Read 2917 times)

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
MOPAR á Vopnafirði
« on: October 17, 2009, 13:48:08 »
Hæ þið, ég var á ferðalagi í gær og lá leiðin frá Mývatnssveit og til Þórshafnar, sem er svosem ekkert frásögu færandi á þessu spjalli hér nema að því leitinu til að þegar ég (og þau sem voru með í för) komum að Vopnafirði að þá stóð rauðleitur, 4 dyra Plymouth Belverdere (mig minnir að númerið á honum hafi verið S-115 og á að giska 66-68 árg) við fyrsta húsið sem maður kemur að í þéttbýlinu -þ.e. sé maður að koma frá Mýv. eða Egilsst.
Því miður var leiðinlega mikið myrkur og ég á hraðferð til þess að geta gefið mér tíma til að stoppa, skoða og mynda.

Mig langar til að forvitnast hvort það er e-r spjallverji hér sem gæti frætt mig um þennan bíl. Myndir og allar uppl. sem best þegnar.

MývatnsveitarMoparkveðja
Ottó P
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline zerbinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 155
    • View Profile
    • http://blog.central.is/trommari
Re: MOPAR á Vopnafirði
« Reply #1 on: October 18, 2009, 23:41:35 »
þetta er að mig minnir 66 módel og er búinn að standa þarna frá því fyrir siðaskipti. Hann er þó alltaf hreyfður annaðslagið og þokkalega viðhaldið. ég held að hann sé ekki falur ef það er það sem þú ert að velta fyrir þér, en ég get spurt bróður minn sem er búsettur á vopnó að því næst þegar ég heyri í honum.!
Bjarki Hall - eitt lítið zerbneskt blóm ;)

GAZ 69. árg. 1965.
Subaru Impreza árg. 1998.

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Re: MOPAR á Vopnafirði
« Reply #2 on: October 19, 2009, 00:04:36 »
Eins og áður sagði, allar upplýsingar (og myndir) sem best þegnar  :)
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline Svenni Devil Racing

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Re: MOPAR á Vopnafirði
« Reply #3 on: October 19, 2009, 12:24:22 »
veit allavegana að hann er búin að vera þarna á vopnafirði í mörg mörg ár og það er gamal maður sem á hann
DEVIL RACING
camaro árg 82 berlinette
camaro árg 83 z-28
camaro árg 85 iroc-z
camaro árg 94 z-28
camaro árg 95 z-28
og fullt af öðru GM Dóti

Sveinn Heiðar Friðriksson
og fullt af örðum chevy gæða dóti