Sælir félagar.
Sæll Mikki.
Skiptu um aðalljósarofann, þetta er algengt vandamál með Ford-inn og ég hef sjálfur lent í þessu með þrjá bíla.
Þetta er vandamál sem að hefur verið í Ford síðan allavega 1964 og ekki verið lagað.
Bróðir minn er með Thunderbird SC 1992 og það fór rofinn í honum, hann fékk rofa úr 1969 Mustang og hann passaði.
Ég átti síðan einn nýjan rofa fyrir 1965 Mustang og hann passaði líka, nema hvað að hann var ekki með "auto shut off" búnaði fyrir ljósin.
Sá rofi er reyndar ennþá í bílnum í dag og virkar fínt.
Það er ekki alltaf sem að þetta lýsir sér eins í öllum bílum, en ég veðja á að þetta sé málið.
Vona að þetta hjálpi.
Kv.
Hálfdán.