Veit það en það var bíllinn sem Ingvar átti, hann hélt að þetta væri hann.
Af einhverjum ástæðum fór þessi bíll alveg framhjá mér á sínum tíma og ég hélt að minn hefði verið eini 68 XR7 sem var sprautaður svartur, þannig að ég var ekkert að rýna neitt sérstaklega í myndirnar.
En auðvitað fór þetta ekkert á milli mála þegar ég skoðaði þær betur
En ég sé að í ágúst verður kominn aldarfjórðungur síðan ég keypti hann þannig að það er kannski ekkert skrítið þó þetta sé eithvað aðeins farið að fölna í mynningunni.
Það var reyndar hálfgert slys að ég seldi þennan bíl. Ég prufaði að auglýsa hann einhvarjum mánuðum áður og það var einn sem kom að skoða. Sá bauð mér VW bjöllu uppí sem ég hafði auðvitað ekki nokkurn áhuga á.
Síðan var ég hættur við sölu og var búinn að taka ákvörðun um að taka bílinn í hús og byrja að vinna í honum fyrir alvöru en lakk og fleira smávægilegt þarfnaðist einhverjar vinnu við, auk þess sem vel heit og nýsamansett 351W stóð tilbúin á vélastandinum.
Það var svo dag einn í byrjun nov. 85 sem ég gerði skúrinn klárann, skrúfa númerin af og er að keyra bílinn inn þegar ég var kallaður í símann, en þar var á línunni Bjöllueigandinn sem var búinn að selja sinn eðalvagn og var með pening tilbúinn og vildi kaupa Cougarinn.....................Og ég asnaðist til að segja já, og skrúfaði númerin á aftur.
Daginn eftir var djásnið farið og ég farinn að sjá eftir öllu saman.