Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Veturinn framundan
Olli:
--- Quote from: Sterling#15 on October 08, 2009, 13:05:02 ---Ég sé að að margir ætla að vera duglegir í vetur, ætli ég verði bara ekki að setja rafgeyminn í hleðslu í vetur, svona til að gera eitthvað. Bíllin ætti þá allavega að starta í vor. Maður verður bara að sjá hvort hann dugar svona á móti Ingimundi 100 ferða Shelby!!
Svo er spurning hvort maður fær far með Olla á nýja dráttarbílnum. Maður gæti kannski farið að mæta á Bíladaga?? Neiii, ver það ekki of mikið vesen!! :-k
--- End quote ---
hehe. já ekki málið.. hendum þeim bara á vagn og burrum norður vinur, bara gaman.
En Hilmar ég held nú að við ættum að koma þínum 3 bílum og mínum litla norður á næsta ári... lítið mál að hendast með þá á vagni norður nema þú fáir 2 í að keyra með þér ;)
Alltof langt síðan maður kíkti á bíladaga.
En drengir... hvað er að frétta af Super-Snake hjá Brynjari ?? maður iðar í skinninu að fá að sjá hann á brautinni já eða bara á götunni !! ?? !!
Krissi Haflida:
uhumm ef eingin kaupir drusluna af mér og það lagast eitthvað veskið fljótlega þá er alldrei að vita nema það fara BBC og einhverskonar forþjappa í camaroin hjá mer og verður keyrður á alca
íbbiM:
er búnað vera aðeins að dúlla mér síðustu daga. var að henda fjöðrun í,
UMI grindartengingar
UMI spyrnur,
UMI relocation bracket fyrir spyrnur, 3" lækkun á neðri spyrnum
UMI chromoly strut bar
spohn 35mm ballancestöng að framan,
spohn drag bar að aftan
bilstein gasdemparar framan/aftan
vogtland gormar framan/aftan vel stífir og bokkuð lægri
strut bar
allt annað að sjá hann eftir smá lækkun
er einnig búinn að vera brasa aðeins í innrétingu, troða öðrum stolum í, planið er svo að klæða aftursæti/hurðaspjold í stíl
er einnig búinn að vera koma hinum ýmsu mælum fyrir, svo vel sé,
setti gluggarofan og reylain fyrir nítrókerfið ofan í miðjustokkin, og takkaborðið í stað öskubakkans,
er svo með með nýjastýrisdælu sem ég þarf að henda í, og slöngur, og slp lmII kút sem ég ætla setja undir til að lækka aðeins í honum,
þetta ættu að vera nóg verkefni fyrir veturinn, væri gaman að komast lengra með fjöðrun/hjólasystem, en maður þarf nú bara að sjá hevrnig gengið þróast.
kv, íbbi
AlexanderH:
Er ekki i lagi med tig? Alltof flottur Camaro! Alveg yndislegur :eek:
Kiddi:
Ég tók mótorinn úr og er að fara yfir hann allan.. Kom í ljós að allt er í góðu lagi og þetta hefur bara verið safe tune hjá mér. Keypti nýja ventlagorma... held að budget'ið sé ekki meira þennan veturinn.
Planið er að koma þessu öllu saman aftur, bæta fyrri árangur næsta sumar og halda áfram með þetta sama combo enda bara nýbyrjaður að keyra með það.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version