Það er eitthvað við þessa 8cyl bíla .......yfirleitt erfiðara að fá þá keypta....enn það gæti verið bara í mínu tilfelli .....hef verið að leita af bíl í þó nokkur ár og þá helst trans 77-78, charger 69-70 ,challanger, og síðast enn ekki síst mustang 67-69 fastback....þó maður hafi kannski ekki sett verðið fyrir sig hefur ekki komið svo langt að reyna á það.....Enn það kemur að því að draumurinn rætist
Þetta eru kannski ekki algengustu bílarnir í sölu.....og menn verða örugglega að reiða fram helling af seðlum til að eiga séns EF svo ólíklega vill til að þeir bjóðist til sölu. Það er bara svona þegar framboðið er lítið.
Annars þá er þessi markaður oft mjög skrítinn. Bróðir minn reyndi að selja 1974 Transam með nýuppgerðri 455 fyrir nokkrum árum og það tók langan tíma. Var hellingur af jólasveinum sem vildu skipta á öllu milli himins og jarðar (næstum því notuðum fótanuddstækjum og gömlum eldhúsinnréttingum) en þó að verðmiðinn væri ekki ýkja hár (400 þúsund, ekki krónu minna) þá tók þetta nokkra mánuði. Menn voru meira að segja með dónaskap þegar hann vildi halda sig við uppsett verð (sem að bíllinn fór á endanum á). Og ekki vantaði kallana sem skoðuðu og ætluðu að kaupa bílinn, það varð minna um efndir þegar á hólminn var komið (og hann vildi ekki taka fjöldann allan af druslum uppí).
Annars dauðsé ég eftir því núna að hafa ekki keypt hann af honum og sett hann í geymslu, hefði verið fínt að hafa það verkefni bíðandi eftir sér núna