Jæja þá er maður að fara að túrbóvæða vollann
Er búinn að finna mér 2.3L túrbóvél(B230ET), og svo er ég búinn að kaupa mér 4 gíra overdrive kassa(M46) sem fer í bílinn.
Hann verður eitthvað yfir 180hp með mótorinn kominn í óbreittum, þar sem hann verður meðal annars ekki með original volvotúrbínu, verður með annari sem blæs eitthvað meira
Ætla einnig að finna mér mæla í bílinn úr turbo 240 bíl, boostmæli, olíuþrýstingsmæli, voltmæli, á fínan snúningsmæli til sem verður notaður.
Það væri gaman að finna innréttingu úr túrbóbíl, en maður sér hvað maður gerir í sambandi við það.
Ætla einning að fá mér undir hann virgo turbo felgur.
Annars þá ætla ég að halda bílnum næstum alveg original í útliti, hafa hann svolítinn sleeper
Stefni á að hafa þetta tilbúið fyrir Júlí.