Author Topic: Sjálfskiftingarvandamál Chr Sebring  (Read 2023 times)

AlliBird

  • Guest
Sjálfskiftingarvandamál Chr Sebring
« on: August 26, 2009, 23:39:52 »
Ég er með Chrysler Sebring 2.4 árg 2003  ekinn ca 100þ mílur

Skiftingin er eitthvað farin að hrekkja mig,  snuðar stundum þegar hann skiftir sér upp,  snuðar líka þegar ég ætla að taka af stað, td á ljósum,  og skiftir sér stundum ekki uppúr fyrsta.

Ef ég drep á honum og starta aftur þá er hún alveg eðlileg í smá tíma.


Ég hef fylgst með sjálfskiftivökvanum og það vantar ekkert á skiftinguna og vökvinn virðist tær og hreinn.

Veit einhver hvað er að gerast ?

Offline Kiddi J

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 530
  • NTGLTY
    • View Profile
Re: Sjálfskiftingarvandamál Chr Sebring
« Reply #1 on: August 27, 2009, 09:29:13 »
Í  tölvuna hjá mótorstillingu með hann. Ef þú varst að skipta um vökva á henni, þá fer hún stundum í eitthvað safe mode. Lennt í þessu sama á neon hjá mér, sem er með sömu skiptingu 41TE ultradrive.

Svo gætu böndin í henni orðin léleg.
Kristinn Jónasson

AlliBird

  • Guest
Re: Sjálfskiftingarvandamál Chr Sebring
« Reply #2 on: August 27, 2009, 15:41:49 »
Ég fór reyndar með hann í Bíljöfur (var það kannski mistök ??) . Þeir lásu hann og það kom villuboð í öllum gírum.
Þeir sögðu að kannski mundi duga að skifta um síu og vökva á henni og ég ákvað að lofa þeim að gera það.
Finnst samt vera litlar líkur á að það dugi - en hver veit . .