Author Topic: Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...  (Read 3436 times)

Offline Twincam

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...
« on: August 20, 2009, 10:24:44 »
Daginn...


Ég var að spá hvort að einhver ætti míkrómælir til að mæla bore & stroke í mótor?

Ég og Addi "ræsir" erum nefnilega í stökustu vandræðum með að finna út úr því hvort mótorinn minn sé 301 eða 303 eða 318 eða 292 eða hvað...

Þetta er nefnilega '57 árgerðin af mótor og munurinn á bore og stroke í þessum stærðum er svo agalega lítill að það er eiginlega ómögulegt að finna þetta út með venjulegu skíðmáli....

Þannig að ef einhver á almennilegt mælitæki í þetta og er til í að annaðhvort lána okkur hann í smá stund, eða jafnvel mæta á svæðið í Kópavogi og hinkra á meðan við mælum. Þá væri það endalaust vel þegið...

Hægt er þá að ná í mig í 662-5272 eða hérna....

Það sem ég veit um mótorinn er:
Block casting
1737929
LP8 - 136642

Cylinder heads
168721 - 3
168721 - 2 minnir mig...

Intake manifold
1630944 N4


ég er búinn að finna það út að þessi blokk var notuð í

1957 301 vélar.... eeeennn.... heddin voru notuð í 1956 303 ... og 1957 318... (reyndar kemur hvergi fram hvaða hedd voru notuð á 301) og milliheddið er gefið upp á 1956 270/277 mótor...

eeeennnn aftur... bore x stroke (með skíðmáli) kemur saman við 277 eða 270 minnir mig... sem passar ekki þar sem blokkin á að vera með annað bore x stroke.

259 | 3.5625 x 3.250
270 | 3.6250 x 3.250
277 | 3.7500 x 3.125
301 | 3.9062 x 3.125
303 | 3.8125 x 3.312
318 | 3.9062 x 3.312

Það er svo agalega lítill munur á þessu að þetta er bölvað vesen nema að komast í digital...

Og þessi vél kom upp úr '57 Dodge.. en er samt Plymouth mótor. En hef fundið það út að Kanadískir Dodge Custom Royal komu með þessarri blokk 1957 ca. Sem flækir málin aðeins meira þar sem pabbi segir að hann hafi átt '57 Coronet og þessi vél hafi komið úr honum á sínum tíma... svo stóð hún inni í skúr hjá ömmu á Laugaveginum í rúmlega 30 ár... þangað til ég fékk hana á síðasta ári...
Rúnar P. Þorgeirsson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...
« Reply #1 on: August 20, 2009, 19:19:56 »
270 borið er 92,075 mm
277 borið er 95,25 mm

ef skíðmálið þitt hefur ekki nákvæmni uppá +/- 3 millimetra þá er kominn tími til að slá saman í nýtt :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline #1989

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
Re: Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...
« Reply #2 on: August 20, 2009, 22:54:07 »
Sælir fann í bók '56 315 cid 3.63x3.80 notað í Dodge Royal,og '57 325cid 3.69x3.80 í flesta Dodsa, vona að gagnist Kv Siggi
Sigurður Sigurðsson

Offline Twincam

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 219
    • View Profile
Re: Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...
« Reply #3 on: August 21, 2009, 02:49:05 »
Þetta reddaðist strákar...

Ég rak Adda ræsir bara af skíðmálinu og henti mér í verkið sjálfur... þá gekk þetta glimrandi.  :lol:
Rúnar P. Þorgeirsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...
« Reply #4 on: August 21, 2009, 10:36:15 »
hvada staerd a vel endadi tu svo med sem tu hirtir af födur tinum?
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...
« Reply #5 on: August 22, 2009, 01:05:53 »
Og hver var niðurstaðan..?

er þetta einhver early hemi sleggja?
mar þekkir þetta 50's dæmi ekki shit
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Re: Vantar að finna stærðina á mótornum mínum...
« Reply #6 on: August 22, 2009, 04:31:47 »
Að öllum líkindum er þetta 318 A blokk svokallaður "old style" mótor, með svona hinu og þessu utaná.
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10