Nú er ég ekki lögfræðingur en minn skilningur er sá að ef fyrri eigandi hefur látið þig vita af þeim göllum og vandamálum sem hafa hrjáð bílinn við sölu á bílnum til þín er ekkert á hann að sækja því hann lætur þig vita og með þá vitneskju samþykkiru kaupin þá er ábyrgðin kominn af honum og yfir á þig, það er hinsvega spurning hvort hann sjái sér hag í að hjálpa þér eithvað og er það allfarið undir hans vilja komið. Hinsvegar er hugsanlegt að ef vélarupptekktin er til á pappírum þá sé eithvað hægt að sækja þangað ef hægt er að sanna að eithvað hafi brugðist við upptekt, nú þekki ég ekkert til þess sem tók vélina upp og legg ekki dóm á hvað hefur farið fram þar, hef enga ástæðu til að ætla að þar hafi verið nokkuð annað en 100% vinnubrögð.
Að öllum líkindum situr þú uppi með kostnaðinn á endanum, ég myndi ekki ráðleggja mönnum í þinni stöðu að fara með málið fyrir dómstóla því það er örugglega meiri kostnaður í því en að fá aðra vél í bílinn og minni líkur en meiri að það hafist eithvað uppúr því.
Gangi þér vel með þetta og vona að þetta meiki eithvern sens
Kv.Arnar H Óskarsson