Author Topic: Vangaveltur um gömul númer (“steðjanúmer”)  (Read 3012 times)

Offline Helgi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
Vangaveltur um gömul númer (“steðjanúmer”)
« on: July 01, 2009, 22:22:07 »
Ég er með smá spurningu sem einhver ykkar veit alveg örugglega varðandi gömlu skráningarnúmerin (“steðjanúmerin”).  Ef maður er með svoleiðis númer liggjandi inni á skoðunarstöð til lengri tíma, þ.e bíll skráður úr umferð, og lendir í því að þeim sé hent.   Er það ekki alveg örugg að þrátt  fyrir að hinum eignilegu númeraplötunum hafi verið hent tilheyrir þá ekki samt viðkomandi “gamla skráningarnúmer” samt áfram bílnum þangað til hann er hreinlega skráður ónýtur?  Þ.e. það verður örugglega ekki laust til úthlutunar á aðra bíla sem mega bera svoleiðis númer?

kv.
Helgi
Helgi R. Theódórsson

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Vangaveltur um gömul númer (“steðjanúmer”)
« Reply #1 on: July 01, 2009, 23:49:51 »
Þetta er rétt skilið hjá þér, þú átt þetta númer þar til bifreiðin er afskráð ónýt.

kv
Björgvin

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
Re: Vangaveltur um gömul númer (“steðjanúmer”)
« Reply #2 on: July 02, 2009, 13:31:12 »
Sælir,
Ég er ekki viss um að þetta gildi um bíla sem ekki eru skráðir/orðnir fornbílar, því að þeir eiga að fá nýju númeraplöturnar við endurskráningu sé búið að eyðileggja gömlu númerin. Þegar að bíllinn er komin á nýju númerin, er þá ekki það gamla laust til úthlutunar sem fornbílanúmer eða einkanúmer?
Kv. Kristján
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Vangaveltur um gömul númer (“steðjanúmer”)
« Reply #3 on: July 02, 2009, 13:57:13 »
u nei held ekki , það þarf leyfi síðasta eiganda númer þarf til úthlutunar sem fornbílanúmer eða einkanúmer
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Vangaveltur um gömul númer (“steðjanúmer”)
« Reply #4 on: July 02, 2009, 14:13:01 »
Þegar ég fékk fornbílanúmerið X-1974 á Ford Capri þurfti ég að afskrá þann bíl sem bar það síðast, það var í kring um 1985. Ég hringdi í eigandann og hann gaf leyfi á það.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is