Sælir félagar.
Sæll Magnús.
Það er til málning fyrir vegi sem að er ekki sleip, en hvort að hún er notuð í dag veit ég ekki.
En eins og ég skrifaði hér að ofan þá eru akreinalínur (deililínur) á brautum "hjálpartæki" fyrir keppendur.
Hins vegar er það brautar eigendum í sjálfsvald sett hvort þessar línur eru málaðar á brautir eða ekki, og sennilega er það sóun á málningu þar sem að þær hverfa strax undir "trackbite" eða önnur efni og síðan gúmmí.
Það eru hinns vegar markalínur (hliða og miðlínur) brautar sem að skillt er að hafa, og þær verða að vera eins og sagt er til í reglum til að það sjáist ef að keppnistæki fer yfir brautarmörk.
Og Magnús, áður en þú ferð að kalla það sem að aðrir eru að skrifa "kjaftæði" þá bið ég þig að ræða við fólk sem að veit eitthvað um málin eins og "Glen Gray og Danny Gracia" Hjá NHRA, eða "Phil Gingerich og Robert Kinton" hjá IHRA .
Þetta eru þeir einstaklingar sem að sjá um brautir.
Já eða hafa samband við FIA.
Mínar upplýsingar eru kanski gamlar en þær eru réttar enda fékk ég þær hjá forverum þessara manna í tæknideildum viðkomandi keppnishaldara.
Kv.
Hálfdán.