Mig langar að koma með smá fyrirspurn út í MC.
Málið er að Pontiacinn minn var aðeins framleiddur með 4 cýlendra vél 1984
1985 til 1988 var hægt að fá bílinn með bæði 4 cýlendra og v6.
(Báðar þessar vélar voru ál vélar).
Leiðrétting 4 cýl er ekki ál vél og V-6 var aðeins með ál hedd.(Ef að ég skil flokkareglurnar rétt þá má ég bara setja ál vél í bílinn).
Leiðrétting þetta á ekki lengur við þar sem vélin var ekki úr áli.Svo skil ég ekki alveg þessa setningu.
Verður að vera fjöldaframleidd bílvél sem er sömu gerðar og og strokka fjölda og viðkomandi ökutæki kom upprunalega með. Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka,Nú kom minn aðeins með 4 cýl þetta árið má ég þá ekki setja fleiri strokka.
MC FLOKKUR
VÉL
[breyta] Blokk
Vélarblokk verður að vera úr sama málmi og upphafleg blokk sem var í viðkomandi árgerð af ökutæki sem notað er. Vélarblokkir úr áli eða álblöndu eru ekki leyfðar, nema að þær hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl sömu árgerða og með sömu vélarstærð þá verður blokkin að vera nákvæmelega eins og sú upprunalega sem sé hægt að sanna með verksmiðjunúmerum. Bora má vélar block sem þurfa þykir einnig má vinna olíugöng og bæta olíkerfi til að bæta endingu vélar. Ekki má létta vélarblokkir svo að styrkur þeirra minki og geti gert þær hættulegar. Að öðru leyti má vinni blokkir mála og pólera að vild til að auka styrk og endingu.
[breyta] Vél
Verður að vera fjöldaframleidd bílvél sem er sömu gerðar og og strokka fjölda og viðkomandi ökutæki kom upprunalega með. Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá "big block" yfir í "small block" eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél enn sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki. Færa má vélar milli árgerða. Hámark slagrúmtaks er 515 rúmtommur (cid)