Harley er einfaldega fyrir lengra komna sem skilja hvað hjóla mennskan gengur útá svo einfalt er það .
Þetta kallast að tala útum rassgatið á sér... Sem virðist vera lýsandi fyrir marga HD eigendur sem eru haldnir einhverri elítu áráttu yfir að eiga HD hjól.
Fullt af hjólum bæði amerískum, evrópskum og japönskum sem eru virkilega skemmtilegir og góðir gripir.
Hvað HD varðar þá eiga þeir alveg góð hjól líka...en þarft helst að leita nokkra áratugi aftur í tímann til að finna þau, nema einsog bent var á ef þú skoðar HD hjólið sem svo margir HD menn vilja afneita sem HD en það eru V-ROD hjólin.
Smekkur manna er misjafn bæði hvað varðar útlit og notkunargildi, en ef V-ROD hjólin eru ekki talin með þá höndla HD chopperarnir einna verst af þeim sem fáanlegir eru í dag.
Gott dæmi er bara nýi "street tracker" sportsterinn sem er kraftlaus og höndlar illa...
Hvað verðin varðar þá eru alveg til dýrari hjól en HD en þau eiga það líka oftast sameiginlegt að verðið er í samræmi við gæðin.