Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Kvartmílutækið í dag er þessi

<< < (8/12) > >>

Skúri:
Fyrst enginn annar ætlar að gera það þá skal ég taka að mér að byrja með það sem ég veit um þennan Camaro.
Þessum Camaro breytti fyrst Bjarni Bjarnason ásamt góðri aðstoð frá Stefáni félaga sínum og fleirum.
Ég man eftir þessum Camaro upp á braut kringum ´79 - ´80 og þá var hann svona blár eins og fyrstu myndirnar ef honum eru.
Þeir félagar áttu lengi vel stærstu úrbræðslu brautarinnar þegar þeir slógu úr 454 Chevy mótornum sem er fjallað um í blaðagreininni hérna fyrr í þessum þræði.
Ég var upp á braut þegar þetta gerðist og man ég að það tók langan tíma að hreinsa brautina eftir þá þar sem það var olía útum allt.
Ég man svo lítið eftir honum fyrr en Bjarni kom með hann aftur eftir að hafa breytt honum í þennan bíl sem við þekkjum í dag.
Mér fannst hann alltaf flottastur þegar hann var blár með röndum og með rottunni á hliðinni.
Þegar Bjarni keppti á honum svoleiðis þá var hann með 427 Chevy, ég man reyndar enga tíma á honum en það var samt minnir mig engir sérstakir tímar.
Auðunn kaupir hann svo af Bjarna og sprautar hann rauðan og settur Hunt´s merkin á hann.
Það verða mér fróðari menn að segja hvaða tíma Auðunn hefur náð á honum.

Hérna kemur svo myndaséría af honum fengin af www.bilavefur.net
Þær elstu fyrst.

Skúri:
Hérna koma svo aðeins fleiri myndir

69Camaro:

--- Quote from: íbbiM on May 06, 2009, 21:01:09 ---sorry, en mér finnst skelfilegt að sjá hvernig þessi 69 bíll er orðinn í dag, með fullri virðingu fyrir vinnuni sem í hann hefur farið

--- End quote ---

Þú hefur lýst þinni skelfingu, örvæntingu og hneykslan oft áður á þessu tæki. Hvað er það sem þú hefur fram að færa, sýndu nú okkur myndir af þínum eigin gullmolum sem þú er hvað stoltastur af.  Þú hefur iðulega birt myndir af þínum bílum hérna á síðunum í gegn um árin, heldurðu virkilega að við séum allir jafnhrifnir af því sem fyrir augu ber ?  En við höfum allavega vit á því að halda kjafti, oftast af virðingu fyrir félögunum, ef það er eitthvað sem þér ofbýður, gerðu okkur þá þann greiða að fletta bara á næstu síðu.  Að lokum ef að þú skildir nú þurfa að ganga framhjá þessari skelfingu á bílasýningunni KK, gerðu mér þá þann greiða að loka augum, líta eitthvað annað og ganga hratt framhjá.  :evil:

Skúri:
Ari hvernig væru nú að koma með einhverja skemmtilega sögu af bílnum frekar en að munnhöggvast við Ívar, enda átti þetta að vera skemmti þráður.
Mér fannst hann reyndar flottastur eins og hann var hjá þér þegar þú tókst 180° beygjuna, en þetta er ekki minn bíl svo ég hef engan athvæðarétt  :)
Varstu ekki kominn með 632 í húddið og eitthvað miklu meira fínerí ?

Geir-H:
Jæja næsti

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version