Það var reynt í fyrra að fá sem flest keppnistæki sem til eru hérlendis, bara ekki margir sem sáu sér fært að koma með þau. Það er stefnt að því í ár að reyna smala sem flestum keppnistækjunum saman
og skora ég því á þá sem eiga gömul tæki sem kannski hafa ekki verið í notkun í einhver ár að koma með þau á sýninguna, hægt er að hafa samband við sýningarnefnd á
bilasyning@visir.is og bjóða þar fram bíla. Það er slatti til af bílum fyrir norðan en BA er m.a. með sandspyrnu þessa sömu helgi og kannski ekki hlaupið að því að fá bíla þaðan, þó vona ég að Norðanmenn verði okkur liðhollir og sjái sér fært að lána okkur eitthvað af bílum fyrir sýninguna.
Svo er um að gera að koma þeim bílum, sem ekki hafa sést í fleiri ár, og liggja í skúrum hér og þar, á sýninguna, ábendingar eru vel þegnar á
bilasyning@visir.isLangar einnig að nota tækifærið og benda fólki á að ég er búinn að vera fara yfir email sem borist hafa á
bilasyning@visir.is og það hefur tekið nokkurn tíma til að fara yfir þau og svara, bið fólk um að sýna smá biðlund meðan farið er yfir þau.
Einnig, ef einhver vill taka að sér að sjá um mótorhjóladeildina fyrir sýninguna, þ.e.að safna saman öllum hjólunum þá vantar okkur einn feyki duglegan.