Dóri, þú getur ekki sagt að áhugaleysið sé ekkert hjá KK. Stjórnin hefur fullan hug á að halda sandspyrnu, þetta er bara spurning um að finna svæði sem hentar. Undanfarin ár höfum við ekki fengið nógu gott svæði sem hentar hvað varðar umhverfi og annað, hvað eiga menn þá til brags að taka? Við leituðum til félagsmanna og Toni bauð sig fram, við fengum hann til að finna svæði til þess að halda Sandspyrnu á vegum KK, þangað til verðum við að bíða þolinmóðir þagnað til eitthvað gerist, hvort sem það er hér sunnanlands eða annars staðar, það er nóg til að þáttakendum! Eins og stendur er mjög mikið að gerast hjá þeim sem sitja í stjórn, gríðarstór bílasýning er eftir 2 vikur, við treystum á að hún gangi vel fyrir sig og borgi sig vel upp. Það er nýlent malbik á brautina og ýmsir endar sem þarf að ganga frá eftir það. Þess vegna bið ég þá sem hfa einhvern áhuga á því að halda sandspyrnu, eða vera í sandspyrnunefnd, að setja sig í samband við stjórn KK, eða Tona (hér á spjallinu) og sýna áhuga. Það er ekki hlutverk stjórnar einnar saman að halda sandspyrnu, hvar væri eiginlega klúbburinn ef félagsmenn gerðu ekkert? KK væri ekkert án ykkar!
Ég miðla því hér með til félagsmanna KK að setja ykkur í samband við stjórn KK, eða Tona, ef þið hafið áhuga á að halda sandspyrnu og veita því fullan stuðning... og hætta öllu væli (taki það til sín sem mega)