Ég óska eftir tilboði í þennan bíl.
Nokkrir punktar:
- Vélin er 2.7L V-6, 185 hestöfl með 5-gíra sjálfskiptingu (4 + overdrive). Mér skilst að þessi vél og skipting séu mjög vel heppnaðar hvað varðar viðhald og bilanatíðni. Vélin hefur tímakeðju þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skipta um tímareim.
- Bíllinn er ekinn 96.000km.
- Það fylgja með þjónustu- og smurbækur (hann hefur verið þjónustaður reglulega síðan hann var framleiddur).
- Bíllinn vegur rúmlega 1700kg.
- Bíllinn er byggður á sjálfstæðri grind og hefur millikassa með lágu drifi, rétt eins og stærri jeppar eins og Land Cruiser, Patrol, osfv. Hann er algerlega óbreyttur fyrir utan að dekkin sem eru undir honum eru örlítið stærri en þau sem fylgdu með honum úr verskmiðjunni. Þetta eru heilsársdekk, nýleg og í góðu ástandi.
- Það er af sjálfsögðu rafmagn í rúðum og hitarar í speglum og sætum. Það eru original geislaspilari og hátalarar í honum, ekki öflugar græjur en eru í góðu lagi.
- Þetta er 7-manna bíll eins og nafnið bendir til, og það er hægt að fella niður öll aftursætin til að búa til stórt farangursrými.
- Bensíneyðsla utanbæjar er 10L/100km og 14L/100km innanbæjar.
- Mjög skemmtilegir og góðir akstureiginleikar. Bíllinn er frekar langur sem gefur honum mikinn stöðugleika á miklum hraða og þegar hann er að klifra upp fjöll.
- Nokkuð léttur í stýri miðað við aðra ódýra Japanska bíla.
- Hann fer næst í skoðun sept. 2010, fór í gegnum skoðun síðast án athugasemda.
Að lokum skulum við kíkja á nokkrar myndir
Hann er óhreinn á þessum myndum eins og þið sjáið, en hann er eins og glænýr núna. Þið getið skoðað hann í Bílakjarnanum, Eirhöfða.
Andri H. Bjarkason, 8977943 /
andrihb@simnet.is