360 er eins 82 - 88 held ég
Þetta eru fínar vélar til að hressa við fyrir lítið fé og ég veit ekki til þess að það séu neinir þekktir hönnunargallar eða veikir hlekkir í þeim.
Í svona jeppamótor væri örugglega fínt að henda í hana 272° purple ásinn frá mopar performance og ekki væri verra að fá þjöppuna eitthvað nálægt 10:1, en svo er það bara spurning hvað þú ætlar þér langt með hana.
Ég er með óbreytta 360 í mínum núna og hann er ekkert lamaður, en heldur slappari en vélin sem ég var með sem var 360 með 284° purple vökva rúlluás, 11,4:1 þjöppu, létt portuð hedd og 2,02 og 1,60 ventla. það var mjög skemmtileg vél fyrir sáralítið fé en kannski ekki hentug í jeppa. Þú getur fengið hana keypta, en það vantar á hana heddin og millihedd (ventlar gormar og þessháttar fylgir samt.)
Hvað hlutföllin varðar þá er ég með 4,56 í mínum á 38" og hraðamælirinn nokkuð réttur þannig að núna er bíllinn á svipuðu final hlutfalli og orginal, ég held að 4,10 sé alltaf leiðinlega hátt í hann.