Author Topic: 360 mopar pælingar (82-86 árg)  (Read 4277 times)

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
360 mopar pælingar (82-86 árg)
« on: March 29, 2009, 16:06:46 »
Sælir

Ég er að gera upp dodge ram 81 pallbíl. Er að skoða hvaða vél væri gaman að setja ofan í. Bíllinn mun koma til með að þurfa snúa 44"

Eins og staðan er í dag langar mig í old school 8 cyl bensín vél, hef verið að skoða nýrri 8 cyl bensín innspítingavélarnar og jú einn daginn verður settur þannig mótor í en mig langar að byrja á gömlu, sérstaklega þar sem ég er rookie í þessu og langar að kynnast þessu einfölda og hráa.

Ég þarf líklega að kaupa einn varahluta bíl sem er annaðhvort 82 eða 86 árg dodge ram (kallinn var ekki alveg viss) skiptir það máli? :p en hann er með 360 vél og líklegast 727 skiptingunni, helvitið er samt bara 2wd

Minn gamli var með 6cyl vel (henti henni) og 727 skiptingu sem passar ekki á 8 cyl vél, síðan er ég með np-205 kassann.

1. Er einhver munir á 360 vélunum sem komu 82-86?
2. Myndi láta góða kveikju, góðan böndung, gott pústkerfi. Hvað er meria sniðugt hægt að gera? volgan ás?
3. Getur maður búist við góðri orku úr þessum mótor (hlutföll á hásingum eru 4.10 sem stendur sem sleppur kannski með 38"? 4.56 er síðan hægt að setja þegar 44" fara á sem verður ekki alveg strax.) án þess að eyða mjög miklum peningum?.

Það væri gaman að heyra frá þeim sem hafa reynslu af þessum vélum, hvernig uppsetningu þið voruð með og hvort þið voruð sáttir með tilliti til bensín eyðslu.

En ég þarf að kaupa þennan varahluta bíl útaf öðrum hlut, fæ 360 mótorinn bara með, á ég að henda honum í minn eða selja?

kv
Tómas

p.s. ég held að diesel komi ekki til greina, megið svosem koma með hugmyndir samt ef þið hafið einhverjar.
Tómas Karl Bernhardsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #1 on: March 29, 2009, 22:08:42 »
hvernig lítur varahlutabílinn út og hvað er þessi hinn hlutur sem þú þarft að fá?

mátt selja mér afgangin ef varahlutabílinn tollir saman :D

fýla þessa rwd pickup-a :)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #2 on: March 29, 2009, 22:59:29 »
360 er eins 82 - 88 held ég
Þetta eru fínar vélar til að hressa við fyrir lítið fé og ég veit ekki til þess að það séu neinir þekktir hönnunargallar eða veikir hlekkir í þeim.
Í svona jeppamótor væri örugglega fínt að henda í hana 272° purple ásinn frá mopar performance og ekki væri verra að fá þjöppuna eitthvað nálægt 10:1, en svo er það bara spurning hvað þú ætlar þér langt með hana.
Ég er með óbreytta 360 í mínum núna og hann er ekkert lamaður, en heldur slappari en vélin sem ég var með sem var 360 með 284° purple vökva rúlluás, 11,4:1 þjöppu, létt portuð hedd og 2,02 og 1,60 ventla. það var mjög skemmtileg vél fyrir sáralítið fé en kannski ekki hentug í jeppa. Þú getur fengið hana keypta, en það vantar á hana heddin og millihedd (ventlar gormar og þessháttar fylgir samt.)

Hvað hlutföllin varðar þá er ég með 4,56 í mínum á 38" og hraðamælirinn nokkuð réttur þannig að núna er bíllinn á svipuðu final hlutfalli og orginal, ég held að 4,10 sé alltaf leiðinlega hátt í hann.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #3 on: March 29, 2009, 23:49:21 »
hvernig lítur varahlutabílinn út og hvað er þessi hinn hlutur sem þú þarft að fá?

mátt selja mér afgangin ef varahlutabílinn tollir saman :D

fýla þessa rwd pickup-a :)

Ég þarf nýjann topp á húsið mitt, húddlok, og hugsanlega framrúðu. Varahlutabíllinn er palllaus en það gæti verið að ég viti um pall sem er soldið ryðgaður en botn er í fínu lagi aðallega lélegur í kringum hjólbogann. Það er spurning hvað verður mikil heilt eftir að ég er búinn að kroppa úr honum :) Ertu að leita þér að mest megnis heilum bíl eða?
Tómas Karl Bernhardsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #4 on: March 30, 2009, 00:08:20 »
er bara að leita að project :)

ekki mál með palla leysið þar sem ég veit um þannig en verra með húsið :)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #5 on: March 30, 2009, 00:12:02 »
360 er eins 82 - 88 held ég
Þetta eru fínar vélar til að hressa við fyrir lítið fé og ég veit ekki til þess að það séu neinir þekktir hönnunargallar eða veikir hlekkir í þeim.
Í svona jeppamótor væri örugglega fínt að henda í hana 272° purple ásinn frá mopar performance og ekki væri verra að fá þjöppuna eitthvað nálægt 10:1, en svo er það bara spurning hvað þú ætlar þér langt með hana.
Ég er með óbreytta 360 í mínum núna og hann er ekkert lamaður, en heldur slappari en vélin sem ég var með sem var 360 með 284° purple vökva rúlluás, 11,4:1 þjöppu, létt portuð hedd og 2,02 og 1,60 ventla. það var mjög skemmtileg vél fyrir sáralítið fé en kannski ekki hentug í jeppa. Þú getur fengið hana keypta, en það vantar á hana heddin og millihedd (ventlar gormar og þessháttar fylgir samt.)

Hvað hlutföllin varðar þá er ég með 4,56 í mínum á 38" og hraðamælirinn nokkuð réttur þannig að núna er bíllinn á svipuðu final hlutfalli og orginal, ég held að 4,10 sé alltaf leiðinlega hátt í hann.

Sæll og takk fyrir svarið!

þessi tunaða 360 vél sem þú varst með, var hún í jeppanum eða? hverju var hún að skila í poweri og eyðslu og hvað varstu með utan á henni.

Hvað er ogrinallinn að skila og er eyðslan alveg ,,innan marka"? og eins hvað ertu með utan á henni? (blandara,kveikju,púst....)
Tómas Karl Bernhardsson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #6 on: March 30, 2009, 17:36:48 »
Ég held hún hafi verið að skila ca 350 hö. og já hún var í jeppanum.
ég er með sama dótið á báðum vélunum, 770 holley tor, rafmagns bensíndælu og viftu,
weiand single plane millihedd, MSD 6AL kveikjubox, flækjur og 2,5" púst.
Held að orginal vélin sé ca 250 - 280 hö, hlítur að geta fundið það einhversstaðar á netinu.

Hin vélin var keirð á flugvélabensíni afþví að þjappan var of há, það má redda því með stærra chamberi
en ásinn var bara örlítið of heitur í jeppa, hugsa að 272 stöngin sé passleg í málið.

Helsti munurinn er að þessar vélar eru árgerð 92 og 93 og þá er orginal vökvarúlluás í þeim og ónýt hedd.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Valiant´69

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 34
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #7 on: March 31, 2009, 10:43:53 »
Ef báðar eru 727 er hægt að nota öxulinn og innvolsið úr sexunni yfir í húsið úr 2wd bílnum.


                                                Beep Beep    FG.

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #8 on: April 01, 2009, 03:34:32 »
Held að orginal vélin sé ca 250 - 280 hö, hlítur að geta fundið það einhversstaðar á netinu.

Er hún virkilega svo öflug? sé inná wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Dodge_Ram að hún eigi að vera frá 81-88 bara 170 hp

Það hlýtur eitthvað að vera fara fram hjá mér
Tómas Karl Bernhardsson

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #9 on: April 01, 2009, 03:36:48 »
Ef báðar eru 727 er hægt að nota öxulinn og innvolsið úr sexunni yfir í húsið úr 2wd bílnum.


                                                Beep Beep    FG.

Já einmitt spurning hvort maður geri það eða finni sér 727 sem var í v8 4wd jeppa, en svosem ágætt að mixa á milli og skoða draslið í leiðinni, ef þetta fæst gert fyrir rétt verð.
Tómas Karl Bernhardsson

Offline Comet GT

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 414
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #10 on: April 01, 2009, 11:11:02 »
það gæti verið aðalmunurinn að  wikipedia gefur tölurnar trúlega upp sem RWHP eða hestöfl útí hjól. Man allavega að ég átti manúal með gömlum ford sem að það var sýnt þegar að það var uþb 50 hestafla munur á uppgefni tölu við sveifarás án vatnsdælu, AC, stýrisdælu og þess háttar og tölu sem átti að skila sér út í hjól.
Sævar Páll Stefánsson.

ef það er fast; notaðu sleggju.
ef það brotnar; þá þurfti hvort sem er að skipta um það...

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #11 on: April 01, 2009, 19:40:26 »
held að 360 hafi aldrey farið svona lágt. minn er 88 árgerð orginal 318 og skráður 190 hö
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #12 on: April 09, 2009, 01:07:31 »
held að 360 hafi aldrey farið svona lágt. minn er 88 árgerð orginal 318 og skráður 190 hö

já þetta er spurning, en ég þakka svörin og það mega endilega fleiri svara, hafa menn hérna ekki átt svona vélar??
Tómas Karl Bernhardsson

dodge74

  • Guest
Re: 360 mopar pælingar (82-86 árg)
« Reply #13 on: April 10, 2009, 20:40:05 »
gera bara það sama og við feðgarnir gerðum við lil red´inn settum 440 með higrise milliheddi  :mrgreen: