Author Topic: losna við riðhúð  (Read 5611 times)

Offline Maverick70

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 765
    • View Profile
losna við riðhúð
« on: March 11, 2009, 18:34:24 »
sælir, er með gamlann mustang, sem að var sandblásinn og grunnaður og var svo látinn standa úti og er allur riðgaður aftur, riðhúð, soldið gróf, yfir honum öllum, hvað er best að gera, er það að slípa hann niður, riðhreinsun, sanblástur eða hvað?
1965 vw bjalla
                   

Heimir Kj.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: losna við riðhúð
« Reply #1 on: March 11, 2009, 18:50:57 »
Myndi halda að blástur eins og glerblástur mundi leysa þetta, held að það hafi amk. gert við '70 Mustangin sem er í uppgerð á Patró eftir að hann var sandblásin og látin standa úti. Annars er Hálfdán að flytja inn blástursgræjur þar sem matarsódi er notaður, hitar ekki járnið og er mjög fínn.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline broncoisl

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 130
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #2 on: March 12, 2009, 18:41:17 »
Sýra leysir upp ryð, ryðið bara lekur af. Erlendis eru til efni sem eru sérstaklega ætluð til að gera svona spreyjað á og skolað af (sumt meira að segja sagt umhverfisvænt). Ég hef sjálfur notað 25% saltsýru (hydrochloric acid) til að leysa upp svona yfirborðsryð af smáhlutum. Ég þurka sýruna af með þurri tusku og grunna svo strax með sýrugrunn. Ef það er ekki gert er flöturinn fljótur að fá á sig ryðlit aftur.

 [-X En TAKIÐ EFTIR SÝRAN ER BANEITRUÐ og hættuleg, brennir húð og augu, ef einhver reynir þetta þarf að verja sig, gúmmíhanska góða grímu og loftræstingu hlífðarföt og allt sem er úr járni verkfæri og þessháttar í húsnæðinu getur ryðgað af gufunni.

Fosfórsýra er líka notuð til að hreinsa ryð, hef bara ekki fundið hana út í búð.






« Last Edit: March 12, 2009, 18:59:36 by broncoisl »
Björn Guðmundsson
_______________________
Mercury Comet 1974 - 351W
Krúser 351

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #3 on: March 12, 2009, 19:34:45 »
Sælir félagar. :)

Það er einmitt þess vegna sem að ég er að flytja inn sýrulaust efni, það er sápa og skolar af ryðhúð.
Þetta efni virkar ekki eins og sýra og það getur verið dálítinn tíma að virka, en það skemmir ekki málma eins og sýran gerir.

Þetta er heimasíðan þeirra:  http://www.safestrustremover.com/ skoðið þetta vel þetta er ekkert bull. :!: :!:

Já og ég er búinn að fá efnið aftur og get byrjað að afgreiða það um helgina!! :smt023

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Tiundin

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 211
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #4 on: March 12, 2009, 22:31:33 »
Svo er þessi með ýmis ryðhreinsiefni http://www.em.is/index.php?categoryid=3
Pontiac
Cadillac


Andri Yngvason S:6975067

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #5 on: March 13, 2009, 00:40:16 »
Sæll Andri. :)

Ég hef ekki prófað vörurnar frá Cortect og þess vegna spurði ég þá hjá "Ultra One" sem að framleiða " Safest Rustremover" um ryðhreinsinn frá "Cortect" og fékk þetta svar:

"The Cortect product you asked me about is different chemistry then ours,
they have always made  industrial acid based rust removers and claiming they
can spray this particular product on and it will remove rust tells me it
contains acid because you cannot spray on a rust remover to remover rust
without using acid.

THE PICTURE THEY SHOWED OF THE BUMPER RUST YOU COULD OF TAKEN OFF WITH STEEL
WOOL IN A FEW SECONDS FASTER AND CHEAPER.."

Þar sem að ég hef ekki samanburð þá vil ég ekkert vera að segja um þetta sjálfur, en varan sem að ég spurði um er:  "VpCI-422/VpCI-422 G" og svarið sem að ég fékk er hér að ofan.

Ég veit hins vegar að þeir eru með góð íblöndunarefni í steinsteypu!

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline broncoisl

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 130
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #6 on: March 13, 2009, 10:00:01 »
Spennandi, gott að einhver nennir að flytja þetta inn. Nú þarf bara einhver að prófa og segja okkur hvernig þetta virkar á Íslandi  :mrgreen:

Taka myndir og sýna okkur.
Björn Guðmundsson
_______________________
Mercury Comet 1974 - 351W
Krúser 351

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #7 on: March 13, 2009, 12:46:08 »
Sælir félagar. :)

Sæll Björn.

Ég flutti inn prufu af þessu efni í fyrra haust og það virkar eins og auglýsingar á heimasíðu framleiðanda segir. :shock:

Ég til að mynda setti í karið hjá mér pústgrein af 1969 429 Ford mótor, sem að var með mun dýpra ryði en mælt er með að nota þetta efni á.
Það er skemmst frá því að segja að greinin kom upp úr karinu ryðlaus og aðein örlítil máling sjáanleg á henni, enda hefur þetta efni ekki áhrif á: málningu, gúmmí, króm, límmiða, legur eða annað sem er á hlutnum sem verið er að hreinsa nema að það sé rið komið undir viðkomandi hlut eins og málningu en þá flagnar hún af með ryðinu.

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline berjamoi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 19
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #8 on: March 29, 2009, 16:06:55 »
Hér er einföld og mjög effective aðferð til að hreinsa ryð af litlum (jafnvel stórum) hlutum. Það má nota bökunar sóda í staðinn fyrir Þvotta sóda.
Ég hef prófað þessa aðferð og hún virkar mjög vel. Ég notaði lítið hleðslutæki  12v 10A.
 
http://www.fordmuscle.com/forums/other-articles/467718-rust-removal-electrolysis.html
Gunnar Guðlaugsson

Offline jón ásgeir

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Re: losna við riðhúð
« Reply #9 on: May 01, 2009, 01:18:16 »
Sælir Ég keypti svona Ryðhreinsi sápu frá Hálfdáni og þetta þræl virkar...
fót(handbremsan) í Impöluni minni var haug ryðgað og ég var að spá í að kaupa nýjan..
En Datt í hug að prófa þetta og VÁÁÁÁ hún er að verða einss og ný..verð að senda inn myndir fljótt,En ég mæli með þessari sápu
Jón Ásgeir Harðarson
1996 Ford Mustang GT 4,6 (í notkun)
1966 ford Mustang (í uppgerð)